Við viljum Jón Gunnarsson úr embætti dómsmálaráðherra

Við viljum Jón Gunnarsson úr embætti dómsmálaráðherra

0 have signed. Let’s get to 5,000!
At 5,000 signatures, this petition is more likely to get picked up by local news!
Berglind Thorsteinsdottir started this petition to Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Eftir að hafa séð tekin skref sl. ár í dómsmálaráðuneytinu til að bæta kerfið fyrir þolendur ofbeldis er sorglegt að sjá nýja ríkisstjórn skipa mann eins og Jón Gunnarsson í sæti dómsmálaráðherra. Mann sem hefur stutt s.k. tálmunar/fangelsisfrumvarp. Jón Gunnarsson hefur sýnt hug sinn til kvenfrelsis og sínar fornfálegu hugmyndir á fleiri vegu í gegnum sína þingmennsku m.a. þegar þungunarrofsfrumvarpið var til umræðu.

Því miður er lítil sem engin von til þess að nauðsynlegar úrbætur verði á þessum tíma. Til að bæta afar gráu ofan á svart þá velur Jón Gunnarsson sér Brynjar Níelsson til aðstoðar. Brynjar sem hleypur til í hvert skipti sem einhver ýtir við eða bara rétt kitlar feðraveldið.

Þó við reynum að hugga okkur við að þetta verði bara 18 mánuðir og vonum að ekki náist að gera óbætanlegan skaða á þeim tíma þá vitum við að nú þegar eru þolendur að berjast við kerfið og hafa engan tíma til að bíða eftir úrbótum, líf þeirra, heilsa og öryggi er nú þegar í hættu.

Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu var stofnaður fyrir tveimur mánuðum að gefnu tilefni. Ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi er faraldur í okkar samfélagi og aðför að öryggi og heilsu kvenna. Þolendum er sagt að kæra en langfest mál eru felld niður áður en þau komast nokkru sinni í dómsal. Þolendur eiga það á hættu að gögn þeirra eru gerð opinber á almennum vettvangi.

Við krefjumst framfara sem nást ekki með skipan afturhaldsseggja með kvenfjandsamlegan boðskap sem æðstu yfirmanna dómsmála!

0 have signed. Let’s get to 5,000!
At 5,000 signatures, this petition is more likely to get picked up by local news!