HÆTTIÐ AÐ SKILORÐSBINDA NAUÐGUNARDÓMA

HÆTTIÐ AÐ SKILORÐSBINDA NAUÐGUNARDÓMA

0 have signed. Let’s get to 2,500!
At 2,500 signatures, this petition is more likely to get picked up by local news!
Hermansen Anna started this petition to Stjórnvöld á Íslandi

 

Þann 30. nóvember 2020 féll fyrsti nauðgunardómurinn í máli sem tengist #metoo á Íslandi. Umfjöllun fjölmiðla bendir til þess að nauðgunin hafi verið hrottaleg og voru lesendur varaðir við grófum lýsingum. Sakborningurinn hlaut tveggja og hálfs árs dóm sem var skilorðsbundinn að fullu!
(Skilorðsbundinn dómur þýðir að sakborningurinn sleppur alfarið við fangelsisvist, þrátt fyrir að hafa verið fundinn sekur um næst alvarlegasta brotið í mannlegu samfélagi á eftir morði.)

Á Norðurlöndum, t.d. í Svíþjóð, er ólöglegt dæma fólk til vægrar refsingar á borð við skilorð, ef það fremur alvarleg brot gegn lífi og limum annarra. Í brotaflokkum á borð við nauðgun, morð og morðtilraun, þar sem lágmarksrefsingin er 1 ár eða meira, er ólöglegt að dæma hinn seka ekki til fangavistar.

Sömu lög þyrfti að taka upp á Íslandi.

Það hlýtur að vera á skjön við réttlætiskennd almennings að fólk geti framið hrottalegar nauðganir og að þeir örfáu gerendur sem eru sakfelldir fyrir dómstólum þurfi ekki að verja einni mínútu bakvið lás og slá.

Hér er enn einn dómurinn sem er algjörlega á skjön við alvarleika brotsins. Réttarkerfið er þrautaganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis, og í þeim fáu tilfellum sem gerendur hljóta dóm er hann í hrópandi ósamræmi við refsiramma laganna og réttlætiskennd samfélagsins. Lögin virðast vernda frekar þá sem brjóta af sér en þá sem er brotið er á.

Við krefjumst þess að lögum verði breytt á þann máta að skilborðsbundin refsing eigi ekki við þegar um jafn alvarlegt brot og nauðgun er að ræða. Það er löngu tímabært að refsingar fyrir grófustu glæpina endurspegli afleiðingarnar fyrir þolendur – og samfélagið í heild.

 

0 have signed. Let’s get to 2,500!
At 2,500 signatures, this petition is more likely to get picked up by local news!