Réttindi barna fædd á Íslandi: leyfum Ernu að njóta réttlátrar dómsmeðferðar!

0 have signed. Let’s get to 5,000!


(See English below)

Í júlí 2017 hófst dómsmál sem búist er við að breyti gildandi framkvæmd með tilkomu nýs fordæmis. Málið snýst um  misnotkun á kennitölukerfi þjóðskrár þar sem börnum af erlendum uppruna sem fædd eru á Íslandi er mismunað með þeim afleiðingum að aðrar ríkisstofnanir mismuna þeim einnig og brjóta á réttindum þeirra.
 
Skv. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003 stendur að ekki skuli mismuna börnum:
Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Þetta er áréttað í 2. gr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna:
Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns.


Skv. 7.gr. barnalaga stendur jafnframt að börn fædd á Íslandi skuli vera skráð í þjóðskrá. Þjóðskrá hefur hinsvegar ákveðið að gefa sumum börnum kennitölu á utangarðsskrá. Það er kennitala ætluð fólki sem eiga fyrirtæki á Íslandi en búa ekki á landinu, eða a.m.k. ekki lengur en í 6 mánuði. (Sjá Um kerfiskennitölur ). Notkun þjóðskrár á þessari tegund kennitölu fyrir sum börn á Íslandi er handahófskennd, á sér engan lagalegan grundvöll og mismunar þessum börnum.
Skv. 1. gr. laga nr. 215/1990 um lögheimili er hugtakið skýrt skilgreint:
Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.       
 Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.
 
Þessar tæknilegu hliðar málsins eru mjög mikilvægar þar sem þær hafa áður orsakað brottvísun barna fæddum á Íslandi, sem þó hafa búið á landinu allt sitt líf. Nýlegt dæmi um slíkt mál er mál Shiroki fjölskyldunnar sem var vísað úr landi sumarið 2017 þrátt fyrir að dætur þeirra tvær, þriggja og eins árs, hafi báðar fæðst á Íslandi. Ólíkt því sem tíðkast í mörgum öðrum löndum, öðlast börn af erlendum uppruna sem fædd eru á Íslandi ekki ríkisborgararétt. Þó ætti 102. gr. laga nr. 8016/2016 um útlendinga að koma í veg fyrir brottvísun erlendra barna fæddum á Íslandi sem hafa haft átt óslitið fasta búsetu á landinu samkvæmt þjóðskrá:
Útlendingi sem fæddur er hér á landi er óheimilt að vísa frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt hér óslitið fasta búsetu samkvæmt þjóðskrá.
Það er einmitt hér sem minniháttar tæknilegt atriði og ögn af mismunun getur haft feiknarleg áhrif á líf barnsins.
 
Erna Reka fæddist á Íslandi í apríl 2017. Foreldrar hennar höfðu verið við vinnu hérlendis og reynt að endurnýja atvinnuleyfi sitt en fengið neitun rétt fyrir fæðingu hennar. Þjóðskrá gaf henni kennitölu á utangarðsskrá, en þó með heimilisfang á landinu. Lögmaður Ernu mótmælti notkun þessarar tegundar kennitölu og hefur lagt málið fyrir dóm. Þjóðskrá ákvað að breyta skráningu á heimilisfangi Ernu og flutti það úr landi án þess að upplýsa foreldra hennar eða lögmann um breytinguna. Þessi ákvörðun þjóðskrár breytti stöðu Ernu þannig hún hefur ekki lengur búsetu á landinu og er því búið að svipta hana öllum réttindum. Vegna þessarar ákvörðunar þjóðskrár hefur Útlendingastofnun lýst því yfir að Erna, sem aldrei hefur stigið fæti út fyrir landsteinana, búi ekki hérlendis og megi því vísa henni úr landi ásamt foreldrum hennar.
Dómsmálið ögrar þeim forsendum (eða því forsenduleysi!) sem grundvalla á ákvörðunartöku þjóðskrár. Réttarhöldin hófust í desember síðastliðinn og eru komin vel á leið. Lögmaður Ernu hefur óskað eftir frestun brottvísunar á grundvelli 79. gr útlendingalaga þar sem spurningin um búsetu er lykilatriði í málinu. Einnig gæti brottvísun Ernu haft áhrif á málið hennar og komið í veg fyrir að hún njóti sanngjarnrar málsmeðferðar. Skv. 79. gr. laga um útlendinga („Dvalarleyfi á grundvelli lögmæts og sérstaks tilgangs.“), getur manneskja átt rétt á tímabundnu dvalarleyfi sé dómsmál í gangi. Þessari beiðni Ernu og foreldra hennar var synjað af ÚTL. Í ofanálag hafa þau verið bönnuð frá Íslandi í tvö ár.
 
Málið mun hafa gríðarleg áhrif á málsvörn fyrir réttindi barna af erlendum uppruna fæddum á Íslandi, þar sem svo virðist sem Þjóðskrá leiki sér að kennitölum barna eins og málin standa í dag. Með hliðsjón af eldri ákvörðunum þessa umboðsaðila sem einnig virðast handahófskenndar, er auðveldlega hægt að ímynda sér að fjölskylda af erlendum uppruna með börn sem fædd eru hérlendis geti skyndilega verið neitað um áframhaldandi búsetu á Íslandi og heimilisfang þeirra fært erlendis á fullkomlega handahófskenndan hátt. (Hægt er að ímynda sér að fjölskyldan hafi búið á landinu í 6 ár, en skyndilega hafi annað foreldrið misst vinnuna.) Með slíkum athöfnum kemur þjóðskrá í veg fyrir að börnin fái notið þeirrar verndar sem 102. gr. laga um útlendinga veitir þeim og hægt væri að vísa þeim úr eina landinu sem þau þekkja.
 
Við mótmælum ákvörðun ÚTL um að vísa Ernu Reka og foreldum hennar úr landi þegar það getur auðsjáanlega haft alvarleg áhrif á mál þeirra sem enn er í meðferð fyrir dómstólum. Við biðjum Sigríði Ásthildi Andersen, dómsmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherran, að skerast í leikinn og leyfa réttlætinu fram að ganga án frekari hindrana.

Um Ernu á Stöð 2


### ENGLISH

In July 2017 a court case started that is expected to set a legal precedent. At the center of it is the abusive use of the social security number system (kennitalakerfi) by the National Registry, leading to the discrimination of children of foreign origin born in Iceland and the violation of their rights by other state institutions.


The law on children (Barnalög) states in article 1 that children should not be discriminated:

"Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.",

This is further emphasized in article 2 of the UN convention on the rights of the child:

"Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. ".


The article 7 of the children law stipulates that children born in Iceland need to be registered on the national registry ("Barn skal skráð í þjóðskrá þegar eftir fæðingu þess."). However, the national registry has taken the liberty to attribute to some children a national security number out of registry (útangarðsskrá kennitala). This is a kennitala meant for people that have business with Iceland but do not reside there or no longer than 6 months (see about the national security number system, in Icelandic ). The use of this social number by the national registry for some children in Iceland is arbitrary and not supported by the law, and is discriminatory against these children.

The law (lög um lögheimili) also defines clearly the legal address and stipulates that the legal address of a person is the place where that person has permanent residency, where they live and sleep when not traveling for work, health of vacation purposes :

"Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.  

Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika. ".


These technical aspects are highly important as they have resulted in the past to the deportation of children born in Iceland and that have lived their whole life here. A recent example is the case of the Shiroki family that was deported last summer (2017) even though their two daughters, 3 and 1 years old were both born in Iceland. Unlike in many countries, children born in Iceland do not obtain nationality automatically, however the article 102 of the Immigration Act (Lög um útlendinga) prevents the deportation of foreign nationals born in Iceland that have had continuous residency in the country, according to the National Registry (!!).

Útlendingi sem fæddur er hér á landi er óheimilt að vísa frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt hér óslitið fasta búsetu samkvæmt þjóðskrá.

This is why this minor technical detail and small discrimination can have a tremendous impact on the life of a child.

Erna Reka was born in Iceland in April 2017, her parents had been working in the country and tried to renew their work permit and got a denial just before her birth. The National Registry gave her a social security number out of registry, but linked to an address in the country. The lawyer of Erna challenged the use of this social security number and started filing for court. The National Registry decided, without informing either Erna’s parents or her lawyer, to modify her address and locate it abroad, making her a non-resident of this country and depriving her of any rights. Because of these decisions of the National Registry the Immigration Office declares absurdly that Erna, which has never stepped out of the country, does not live here and therefore can be deported along with her parents.

The court case challenges the grounds (or absence of grounds) of the administrative decisions of the National Registry and the hearings started in December and are well on their way. Her lawyer has been asking for a freezing of the deportation decision by the Immigration Office. Article 79 of the Immigration Act permits this freezing because the question of the residency is such a crucial point in the case, and the deportation of Erna could impact her case and prevent her from getting a fair trial. Under Article 79 of the Immigration Act (“Dvalarleyfi á grundvelli lögmæts og sérstaks tilgangs.”) , persons may have the right to get a residency permit, if there is a court case going on. This application by Erna and her parents was rejected by the UTL and in addition it moved that they be banned from Iceland for 2 years.


The case will have a tremendous impact on the defense of the rights of children of foreign origins born in Iceland, as it appears that the National Registry takes the liberty of playing with the national security number of children. Considering the past arbitrary decisions of this agency, we can easily imagine that a family of foreign origins with children born here could suddenly get denied further residency in Iceland (If say, they have stayed here for 6 years, but suddenly one of the parent lost their job) and their address would be arbitrarily moved abroad. By doing so the National Registry would prevent the children from benefiting from the protections provided by article 102 of the foreigners law and could suddenly deported out of the only country they know.


We protest the decision of proceeding with the deportation of Erna Reka and her parents as it could clearly affect the case that is presently in court and we ask Sigríður Ásthildur Andersen (Minister of Justice) and Katrín Jakobsdóttir (Prime minister) to intervene and allow justice to proceed without interference.


Morgane Priet-Mahéo
David Tong Li
Aron Örn Brynjólfsson
Ívar Þór Hilmarsson
Ylfa Dögg Árnadóttir
Hallfríður María Pálsdóttir
Enzo Rinaldi
Pétur Valur Pétursson
Arnor Vikar Arnorsson
Helga Arnardóttir
Sigríđur Jóna Hannesdóttir
Henný Sif Bjarnadóttir