Mótmælum brottvísun Mahe, Bassirou og dætra frá Íslandi

Mótmælum brottvísun Mahe, Bassirou og dætra frá Íslandi
Við verðum að standa saman og krefjast þess að þeim Regine Martha og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum þeim Bassirou og Mahe verði ekki vísað úr landi út í óvissuna. Þær eru 3 og 6 ára og eru fæddar hér og þekkja ekki neitt annað. Það myndi valda þeim óbærilegum skaða að rífa þær upp úr sínu umhverfi og senda til ókunnugs lands þar sem þeim er hætta búin. Nú verður að skora á stjórnvöld að veita þeim dvalarleyfi á Íslandi. Það verður að brýna stjórnvöld til að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við slíkar ákvarðanir.
https://barnasattmali.is/barnasattmalinn/barnasattmalinnheildartexti.html
3. gr. 1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.
2. Með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu.
3. Aðildarríki skulu sjá til þess að stofnanir þar sem börnum skal veitt umönnun og vernd starfi í samræmi við reglur sem þar til bær stjórnvöld hafa sett, einkum um öryggi, heilsuvernd og fjölda og hæfni starfsmanna, svo og um tilhlýðilega yfirumsjón.
6. gr. 1. Aðildarríki viðurkenna að sérhvert barn hefur meðfæddan rétt til lífs.
2. Aðildarríki skulu eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast.