Petition Closed

Sniðganga Eurovision

This petition had 923 supporters


Gróflega er troðið á mannréttindum fólks í Eurovision-landi ársins, Azerbaijan, svo hægt sé að byggja höll undir keppnina. Meðferðin á fátækari borgurum landsins minnir á pyntingar: Byggingarvinna er í gangi alla nóttina svo fólk getur ekki sofið og búið er að skrúfa fyrir gas, rafmagn og vatn um miðjan vetur til að hrekja íbúa úr húsum sínum svo kristalshöllin megi rísa. Gerð hefur verið eignaupptaka, hverfi á svæðinu hafa verið rýmd og jafnvel jöfnuð við jörðu. Dæmi eru um að fólk hafi verið handtekið og haldið í gæsluvarðhaldi á meðan heimili þeirra var jafnað við jörðu. Ekkert af þessu hefur farið framhjá aðstandendum keppninnar, það á einfaldlega að láta þetta viðgangast!

Það er mikilvægt að við látum til okkar taka og látum þetta ekki viðgangast þegjandi og hljóðalaust. Við krefjumst þess að RÚV sniðgangi Eurovision og verði RÚV ekki við því vonumst við til þess að fólk sýni samstöðu og slökkvi á sjónvarpstækjum sínum þegar Eurovisionkeppnin verður sýnd (öll þrjú kvöldin!). Við borgum RÚV og við segjum NEI!

http://www.fraw.org.uk/news/2011/news-1217.shtml 

http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-16223311  

http://www.visir.is/pall-oskar-vill-ad-island-taki-ekki-thatt-i-eurovision/article/2012120209178?fb_ref=under&fb_source=profile_multilineToday: Sigrún is counting on you

Sigrún Magnúsdóttir needs your help with “RÚV: Sniðganga Eurovision”. Join Sigrún and 922 supporters today.