Siðleysi, spilling, sérhagsmunir = Alþingi

Siðleysi, spilling, sérhagsmunir = Alþingi
Why this petition matters

Kæri Ólafur Ragnar.
Ég, ásamt fleiri landsmönnum, vil vita hvernig þú ætlar að snúa þér í málefnum forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.
Þingið er vanhæft að margra mati. Það er í þínum verkahring að sjá til þess að það sé starfhæft og að spilling sé ekki viðhöfð. Ef þú metur það svo - að það sé ekki í lagi - er þá ekki tími til kominn að leysa ráðherra frá störfum.
Ef hæstvirtur forsætisráðherra telur að í lagi sé að semja fyrir þjóðina öðrum megin en hefur aðra hagsmuni hinum megin þá hlýtur að vera eitthvað alvarlegt að. Alveg sama hvort þú sért heiðarlegur eða ekki, þá gengur dæmið ekki upp því ég tel að um mjög alvarlegt trúnaðarbrot sé að ræða sem rekur fleyg milli landsmanna og Alþingis.
Ég hef beðið landa mína að senda bréf á forseti@forseti.is en vil nú ganga skrefinu lengra og stofna undirskriftarsöfnun til að sjá hversu margir landsmenn eru sammála mér.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
Ert þú, Ólafur Ragnar Grímsson maður til að taka ákvörðun? Ætlar þú að víkja fyrir hönd landsmanna, samkvæmt 1. málsgrein 15. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þeim ráðherrum sem sannanlega stendur styr um í samfélaginu og vera forseti fólksins.
Að krefjast þess að fá að vita hvað er í gangi í þinni ríkistjórn?
Ég skora á þig.
Með vinsemd og virðingu,
Björgvin Þór Hólm