Petition Closed

Endurupptaka dómsmáls

This petition had 1,171 supporters


Hver sem kynnir sér gögn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hlýtur að sannfærast um að stór mistök hafi verið gerð, bæði við lögreglurannsóknir á þessum málum sem og fyrir dómstólum. Einn sakborninga, Sævar Ciesielski, hélt því fram til dauðadags að á honum hefði verið framið réttarmorð og barðist árangurslaust fyrir endurupptöku. Nú þegar Sævar er fallinn frá, sýnum við honum og öðrum sem þessi mál varða, samstöðu okkar með því að skora á Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra að beita sér fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála, sem og rannsókn á vinnubrögðum þeirra sem fóru með rannsókn málanna.  Málsgögnin eru almenningi aðgengileg á netslóðinni http://www.mal214.comToday: Eva is counting on you

Eva Hauksdóttir needs your help with “Endurupptaka dómsmáls”. Join Eva and 1,170 supporters today.