Aðgerðir í loftslagsmálum - opið bréf til alþingismanna.

Aðgerðir í loftslagsmálum - opið bréf til alþingismanna.

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!

Loftslagsverkfall - Fridays for Future Ísland started this petition to Alþingismenn

Opið bréf til alþingismanna

Loftslagsverkfallið, föstudagurinn 14. ágúst 2020


Síðastliðnar 77 vikur hefur verkfall fyrir loftslagið farið fram á Austurvelli hvern einasta föstudag, utan örfárra skipta á netinu vegna aðstæðna í samfélaginu. Í þessum verkföllum hverfum við frá vinnu og skóla til þess að sameinast um málstað sem snertir okkur öll: lífvænleg jörð til frambúðar. Þessi málstaður snertir ekki síst unga fólkið og komandi kynslóðir. Hamfarahlýnun og hrun vistkerfa er mikilvægasta áskorun samtímans og sannarlega sú mesta krísa sem mannkynið allt hefur nokkurn tímann staðið frammi fyrir. Á sama tíma má sjá að athæfi, aðgerðir og ríkjandi gildi valdahafa í samfélaginu viðurkenna ekki eða grafa undan alvarleika loftslagsvánnar. 


Auknar kröfur um afdráttarlausar aðgerðir gegn hamfarahlýnun hafa þó leitt af sér einhvern árangur og hefur ríkisstjórnin nú lagt fram uppfærða aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Sú áætlun gerir þó aðeins ráð fyrir 7% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, þegar horft er til heildarlosunnar, fram til ársins 2030 og þýðir því ekki annað en hreina og beina uppgjöf! Við verðum ekki bara að standa við Parísarsáttmálann heldur horfa á heildarmyndinna, hlusta á skýrslur IPCC og gera allt sem er í okkar valdi til þess að tryggja að meðalhlýnun jarðar fari ekki yfir 1.5 gráðu markið. Við þurfum að minnka losun um 50% fyrir árið 2030. Við höfum nauman tíma til þess að afstýra verstu afleiðingum hamfarahlýnunar og því munu núverandi aðgerðir og stefnur stjórnvalda ákvarða framtíð ungs fólks og komandi kynslóða. 


Hlutverk lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar er að tryggja hagsmuni og velsæld almennings og því er það fráleitt að börn og ungmenni þurfi að koma saman í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi í loftslagsmálum og berjast þannig fyrir framtíð sinni. Það er með öllu óásættanlegt að hagsmunum þeirra mörgu sé fórnað með stefnumótun sem snýst fyrst og fremst um að tryggja skammtímahagnað þeirra fáu. 


Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum hafa nú sýnt okkur að þegar við viðurkennum umfang vandans, hlustum á vísindin og ráðumst í viðeigandi aðgerðir þá má draga úr og afstýra neyðarástandi sem annars hefði getað valdið töluvert meiri skaða. Þau sýna okkur einnig að loftslagsváin hefur í rauninni aldrei verið viðurkennd og meðhöndluð sem það neyðarástand sem hún er. 


Við getum ekki sætt okkur við og tekið mark á fjarlægum markmiðum sem miðast við að vandinn verði einhvern veginn leystur á næstu áratugum án þess að raunverulegar aðgerðir fylgi. Við þurfum ekki fleiri loforð. Við þurfum aðgerðir, strax! Því beinum við eftirfarandi kröfum til ríkisstjórnarinnar:

 

#1 Lýsið yfir neyðarástandi

Með slíkri yfirlýsingu staðfesta yfirvöld vilja sinn til þess að meðhöndla það neyðarástand sem raunverulega er komið upp vegna loftslagsbreytinga. Henni þurfa að fylgja aðgerðir á skala sem tryggja að meðalhlýnun jarðar haldist innan 1.5 gráðu marksins. 


#2 Horfið á heildarlosun og leggið fram aðgerðir út frá henni 

Núverandi aðgerðaráætlun stjórnvalda tekur ekki landnotkun með inn í reikninginn og boðar því aðeins 7% samdrátt í heildarlosun. Við krefjumst þess að ráðist sé í margfalt öflugri aðgerðir svo að 50% samdráttur náist í heildarlosun fyrir 2030.

 

#3 Setjið ykkur árleg markmið og framfylgið þeim

Til þess að knýja fram raunverulegan árangur þurfum við aðgerðir strax! Ef 50% samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda á að nást fyrir 2030 og kolefnishlutleysi fyrir 2040 þá þurfa stjórnvöld að setja sér markmið sem tryggja árlegan samdrátt í nettólosun um 700 kt CO2 ígilda.

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!