Petition Closed

Leyfum albönsku Telati fjölskyldunni að setjast að á Íslandi

This petition had 10,803 supporters


Við undirrituð botnum ekki í því af hverju hinni fimm manna Telati fjölskyldu frá Albaníu er ekki leyft að setjast hér að. Við krefjumst þess að Útlendingastofnun breyti hið bráðasta þeirri ákvörðun að vísa fjölskyldunni úr landi.

Fjölskyldan frá Albaníu eru hjón með þrjú börn, níu, þrettán og fimmtán ára. Þau vilja setjast hér að til frambúðar, börnin vilja ganga í skóla og hjónin vilja vinna fyrir sér. Við sjáum nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu að óskir þeirra séu uppfylltar.

Ef þessari fjölskyldu væri vísað úr landi yrði það skammarlegur blettur á okkur og samfélagi okkar. Leyfum þeim að búa hér ef þau vilja, eins og við viljum fá að búa í friði þar sem við kjósum.Today: Illugi is counting on you

Illugi Jökulsson needs your help with “Útlendingastofnun: Leyfum albönsku Telati fjölskyldunni að setjast að á Íslandi”. Join Illugi and 10,802 supporters today.