Veitum Amir hæli

Veitum Amir hæli

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!
Hildur Maral started this petition to Útlendingastofnun

Amin flúði heimaland sitt, Íran, fyrir um fimm árum. Hann er andlega veikur og þarf nauðsynlega hjálp. Amin fékk nýlega að vita að honum verður vísað aftur til Grikklands þar sem hann sér ekki fram á að geta lifað. Til að mótmæla þeirri ákvörðun hóf hann hungurverkfall fyrir tólf dögum. Hann hefur nú hætt neyslu á vatni og er því í bráðri lífshættu. Við skorum á Útlendingastofnun að endurskoða úrskurð sinn og bjarga þar með mannslífi.

Líkt og fjöldi annarra hælis­leit­enda, sem hingað koma frá Grikk­landi, neitaði Út­lendinga­stofnun að taka mál Amin til efnis­með­ferðar vegna þess að hann hafði áður hlotið vernd í Grikk­landi.

Amin kærði á­kvörðun Út­lendinga­stofnunar og fékk að vita það þann 11. júlí síðast­liðinn að fyrri á­kvörðun stofnunarinnar hafi verið stað­fest og því allar líkur á því að honum verði vísað úr landi. Eftir að hann fékk endan­lega neitun frá yfir­völdum um dvöl á Ís­landi þann 23. ágúst hóf hann hungur­verk­fall sitt.

Amin flúði Íran fyrir um fimm til sex árum síðan eftir að fjöl­skylda hans yfir­gaf hann fyrir að sýna kristinni trú á­huga. Fjöl­skylda hans eru öll múslimar. Amin á­kvað að flýja landið eftir að hafa búið einn þar í tvö ár og eftir að ríkis­stjórnin hafði hótað honum of­beldi eftir að hann talaði gegn þeim. Amin lagði þá af stað í langt ferða­lag, sem endaði með komu hans til Ís­lands. Á leið sinni stoppaði Amin í mörgum löndum, þar á meðal Tyrk­landi, Búlgaríu, Ung­verja­landi, Serbíu og svo Grikk­landi. Þar sem hann var í um tvö ár og neyddist til að sækja um vernd.

And­leg heilsa Amin hefur um langa hríð verið mjög slæm og ein af á­stæðunum fyrir því að hann segist ekki geta snúið aftur til Grikk­lands er að þar fái hann ekki nauð­syn­lega geð­heil­brigðis­þjónustu. And­leg heilsa Amin er svo slæm að hann hefur í það minnsta þrisvar reynt að taka sitt eigið líf. Hann er einnig mjög stressaður og hefur glímt við svefn­erfið­leika. Á­stæður slæmrar and­legrar líðan Amin eru marg­vís­legar en þar skiptir þó ef­laust máli að hann var sem barn beittur kyn­ferðis­legu of­beldi, og fékk, eins og fyrr segir, hjarta­á­fall sem táningur.

Í um­sókn sinni til Út­lendinga­stofnunar hefur Amin í­trekað bent á að vegna slæmrar and­legrar líðan sinnar ætti hann að falla undir þær kröfur sem settar eru fyrir efnis­með­ferð fólk í við­kvæmri stöðu. Stofnunin hefur ekki fallist á það.

Amin hefur sótt með­ferð hér á landi og er að mati sál­fræðings mjög veikur. Amin hefur tekið þeirri með­ferð mjög vel og í um­sókn hans kemur fram að það sé honum afar mikil­vægt að ekki verði rof á þessari með­ferð. 

Við biðlum til Útlendingastofununnar að endurskoða úrskurð sinn.

https://www.frettabladid.is/frettir/a-12-degi-hungurverkfalls-vil-frekar-deyja-her-en-i-grikklandi/

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!