Bring Eze back to Iceland!

Petition Closed

Bring Eze back to Iceland!

This petition had 1,988 supporters

Stuðningshópur við Eze Okafor started this petition to Ólöf Nordal innanríkisráðherra

Úr fréttum RÚV þann 27. maí 2016:

- Eze Henry Okafor, nígerískur hælisleitandi sem sendur var af landi brott í gær til Svíþjóðar hefur fengið tilkynningu frá sænskum stjórnvöldum um að hann eigi að yfirgefa Svíþjóð fyrir 1.júní. Þetta kemur fram í samtali við Katrínu Thoedórsdóttur, lögmanns Eze Okafur: „Ég talaði við hann í morgun og hann tjáði mér að hann hefði fengið þau skilaboð frá sænskum yfirvöldum að mál hans verði ekki endurskoðað, þrátt fyrir að nú séu liðin rúmlega fjögur ár síðan að ástæða flóttans frá Nígeríu var tekin fyrir. Ég tel þetta vera grafalvarlegt og full ástæða er að meta það hvort að aðstæður í heimalandinu hafi breyst á þeim tíma sem liðinn er“.-

Umsókn Eze um dvalarleyfi af mannúðarástæðum bíður afgreiðslu hjá Útlendingastofnun en Útendingastofnun sagðist ekki hafa getað afgreitt umsóknina áður en að Eze myndi yfirgefa landið. Málið er þannig enn í kerfinu en sá sem leitar réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum er hins vegar farinn nauðugur úr landi.

Nú þegar Eze er farinn frá Íslandi og bendir allt til að sænsk yfirvöld sendi hann rakleiðis til Nígeríu þar sem lífi hans er ógnað. Þegar kærunefnd kemst að niðurstöðu gæti það verið orðið of seint fyrir Eze.
Við skorum því á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að fá Eze Okafor aftur til Íslands og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þetta er spurning upp á líf eða dauða og þá dugar ekki nein „computer says no“ afgreiðsla.

Saga Eze Okafor

Eze fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í Nígeríu árið 1984. Maidunguri er staðsett í héraði í norðaustur Nígeríu þar árásir meðlima Boko Haram hryðjuverkasamtakanna eru daglegur veruleiki.

Eze er kristinn og tilheyrði ættflokki Osu, en aðrir ættflokkar litu niður á hann. Það er ótrúlegt frá að segja en á þessu svæði búa ættflokkar sem fórna manneskjum fyrir guði sína. Eze var einu sinni tekinn til fanga sem fórn en sem betur fer náði hann að sleppa og flúði í næsta þorp þar sem móðir hans og bróðir bjuggu.

En þá kom Boko Haram. Þeir drápu bróður Eze og hótuðu honum svo að hann upplýsti hvar aðrir kristnir menn voru. Eze neitaði að svara og var stunginn í höfuðið. Sárið veldur veldur honum í dag enn skelfilegum verkjum því hann hefur aldrei fengið almennilega meðferð.

Eze flúði til Svíþjóðar og sótti um hæli þar en var synjað. Lögmaður Eze gaf honum ekki upp ástæðu. Eze kærði málið fyrir dómstólum en dómstóllinn gaf honum ekki tækifæri til að tjá sig. Eze áleit að enginn tæki mál sitt alvarlega og ákvað að flýja Svíþjóð eftir tveggja ára dvöl og kom hingað til Íslands í apríl 2012.

Íslensk yfirvöld höfnuðu hins vegar að taka upp mál Eze vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og hann var hann því sendur aftur til Svíþjóðar 26. maí 2016 eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi.
Mál hans hefur aldrei verið skoðað efnislega hér á Íslandi.

Stuðningshópur við Eze Okafor 

fulltrúar:
Toshiki Toma toshiki@toma.is
Kristín Þórunn Tómasdóttir kristin@laugarneskirkja.is

 

Petition Closed

This petition had 1,988 supporters