Við viljum engar vindorkuvirkjanir í Dalabyggð

Við viljum engar vindorkuvirkjanir í Dalabyggð
Why this petition matters

Við undirrituð, íbúar og velunnarar Dalabyggðar, mótmælum harðlega þeim áformum sveitarstjórnar að gefa leyfi til þess að reistar verði gríðarstórar vindorkuvirkjanir í sveitarfélaginu og skorum á sveitarstjórn að draga til baka fyrirhugaða tillögu þess efnis í aðalskipulagi.
Þær virkjanir sem um ræðir munu telja samtals 70 vindmyllur sem ná í allt að 180 metra hæð og eru í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá byggð.
Virkjanir þessar munu eyðileggja sveitina okkar og gera okkur óbærilegt að búa þar auk þess sem verðgildi eigna okkar mun hrapa. Við skiljum þessa leyfisveitingu sveitarstjórnar því á þann hátt að verið sé að bola íbúum af svæðinu.
Eins og nærri má geta hafa þessar fyrirætlanir sveitarstjórnar Dalabyggðar valdið okkur sem búum í nágrenni við svæðið eða þykir af öðrum ástæðum vænt um þessa sveit, miklu hugarangri. Við höfum frá árinu 2017 sent inn fjölmargar athugasemdir á öllum stigum skipulagsferilsins, en engin þeirra hefur til þessa verið tekin til greina. Við gerum því enn eina tilraun nú til þess að láta í okkur heyra og vonum að með þessum undirskriftarlista verði tekið tillit til þeirrar einföldu bónar okkar um að ásýnd og friðsæld Dalabyggðar verði áfram varðveitt og fallið verði frá öllum áformum um byggingu vindorkuvirkjana í sveitinni.
Nánar má lesa um áætlanir sveitarstjórnar um uppbyggingu vindorkuvirkjana hér: https://dalir.is/wp-content/uploads/2022/07/ASK-Dalabyggdar-2020-2032-GRG-tillaga-ID-176795-1.pdf
Hægt er að kynna sér nánar baráttu okkar og nálgast skjöl og aðrar upplýsingar á vefsvæðinu www.hagsmunir.is