Petition Closed

Við skorum á Sigríði Á. Anderssen að stöðva brottvísun Joy, Sunday og Mary

This petition had 2,713 supporters


Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum að vísa þeim Joy, Sunday og Mary til Nígeríu. Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Þau sögðu sögu sína nýverið í Stundinni. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa, og bíður þess nú hnekki. Þau komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd.

Þau segja að það eina og hálfa ár sem þau hafi búið hér sé í fyrsta sinn í áratug sem þau hafa upplifað öryggi. Sunday (32) hefur fengið atvinnuleyfi og unnið hjá sama byggingarfyrirtæki frá komunni hingað og Joy (29) hefur sótt íslensku námskeið og sækir kirkju hér. Hún er þó illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar, og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónum við nám og í starfi bera þeim góða söguna, og segja þau standa sig afburða vel. Mary (8) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku. Fjölskyldan þráir ekkert heitar en að fá að búa og starfa á Íslandi.

Áður en hjónin komu hingað höfðu þau búið á Ítalíu, þar sem þau bjuggu á götunni og betluðu sér til matar um tíma. Þar voru þau með gilt dvalarleyfi þar, sem þau hlutu vegna fyrri reynslu Joy og aðstæðna þeirra. Við meðferð máls þeirra hérlendis var komist að þeirri niðurstöðu að þau væru í of viðkvæmri stöðu til þess að vera send aftur til Ítalíu, meðal annars vegna þess að Joy hefði verið fórnarlamb mansals og að þau væru ung hjón með barn og þau skyldu fá efnislega meðferð hér.

Á meðan þau biðu eftir niðurstöðu málsins rann dvalarleyfi þeirra á Ítalíu út og var niðurstaða um synjun hælis og dvalarleyfis af mannúðarástæðum þeim því mikið áfall. Það hefur verið ákveðið að vísa þeim úr landi og senda þau til Nígeríu, til lands sem að dóttir þeirra hefur aldrei búið í.

Ísland hefur lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland er jafnframt land sem kveður sig standa vörð um réttindi kvenna og velferð barna. Við undirrituð teljum það óásættanlegt og ómannúðlegt að senda þessa ungu fjölskyldu úr landi og til Nígeríu. Ef það fellur ekki undir almenn mannúðarsjónarmið að veita þessari fjölskyldu frið til þess að fá að læra og starfa hér áfram, hvað gerir það þá?

Við getum ekki setið aðgerðalaus og leyft þessu fram að ganga - við skorum á Sigríði Á. Anderssen að stöðva þessa brottvísun og krefjast þess að umsókn þeirra verði skoðuð að nýju.Today: Ragnheiður is counting on you

Ragnheiður Kristínardóttir needs your help with “Við skorum á Sigríði Á. Anderssen að stöðva brottvísun Joy, Sunday og Mary”. Join Ragnheiður and 2,712 supporters today.