Victory

Plastlaust Ísland

This petition made change with 7,734 supporters!


Við undirrituð skorum á nýjan umhverfis- og auðlindaráðherra að banna einnota plastpoka og takmarka verulega notkun á einnota plastumbúðum.

Með slíku banni gæti Ísland orðið leiðandi afl í umhverfisvernd á heimsvísu.

Þetta er okkar plast og því eru vandamálin sem plastnotkun skapar okkar vandamál. Yfirvöld þurfa að hjálpa neytendum að velja umhverfisvænar lausnir. Við erum tilbúin að kveðja plastið og taka þannig á hluta vandans.

Segjum bless við plastið!

 

Af hverju að banna plast?

Hefðbundið plast brotnar ekki niður með lífrænum hætti, heldur molnar niður í smærri einingar á hundruðum eða þúsundum ára. Allir burðarplastpokar sem þú hefur notað á ævinni eru því enn þá til á einhverju formi.

Mikið af plastúrgangi berst í hafið; Hafstraumar hafa smalað plastbútum saman í gríðarstóra fláka á Kyrrahafi, Atlantshafi og Indlandshafi; Stór hluti plastmengunarinnar í höfum heimsins eru plastpokar.

Plast sem „sleppur“ út í náttúruna getur þar valdið miklum vandræðum fyrir dýralíf:  Dýr geta fest sig í því. Dýr t.d. fuglar, sjávarspendýr og fiskar, éta það óvart og geta kafnað eða stíflast.  Plastið safnar utan á sig lífrænum mengunarefnum. Það greiðir leið þessara efna enn frekar inn í fæðukeðjur, þar sem þau safnast upp. Menn eru á toppi fæðukeðjunnar.  Eiturefni sem finnast í sumum gerðum plasts, ásamt þrávirku lífrænu mengunarefnunum sem safnast utan á það, hafa áhrif á bæði heilsu og æxlun dýra. Líka manna. Hver burðarplastpoki er að jafnaði aðeins notaður í samtals 20 mínútur. Þá fer hann í ruslið. Um 70 milljónum plastpoka er hent árlega á Íslandi. Today: Þuríður Helga is counting on you

Þuríður Helga Kristjánsdóttir needs your help with “Umhverfisráðherra: Plastlaust Ísland”. Join Þuríður Helga and 7,733 supporters today.