Petition Closed

Borgfirðingar þurfa þína hjálp. Okkur vantar veg!

This petition had 3,607 supporters


Borgarfjarðarvegur nr. 94 er Íslandi öllu til skammar. Af 70 km leið milli Borgarfjarðar og Egilsstaða eru 28 km af handónýtum malarvegi.

Borgarfjarðarvegur hefur verið á samgönguáætlun lengi. Alltaf er framkvæmdum frestað. Svo svíður enn sárar þegar "réttum" framkvæmdum er kippt framfyrir okkur í goggunarröðina en þar má nefna Vaðlaheiðargöng, Dettifossveg og kolagöngin i Húsavík. Öll á Norðurlandi.

Við virðumst vera of langt frá Norðurlandi til að þingmenn kjördæmisins hafi áhuga á okkur.

Því biðlum við til landa okkar um að hjálpa okkur. Við erum fá. Við viljum ekki leggjast í eyði. Á Borgarfjörð er fá atkvæði að sækja. Því biðjum við til þín um að hjálpa okkur að skipta máli. Skrifaðu undir áskorun um að setja Borgarfjarðarveg á dagskrá

Góðar samgöngur skipta öllu máli. Vegurinn okkar er slagæðin að hjartanu. Við þurfum á hjartaþræðingu að halda. 

Hjálpið okkur. Skrifið undir.

Nánari upplýsingar 

https://www.facebook.com/events/2076588409251253/?ti=clToday: Eyþór is counting on you

Eyþór Stefánsson needs your help with “Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra: Borgfirðingar þurfa þína hjálp. Okkur vantar veg!”. Join Eyþór and 3,606 supporters today.