GÆLUDÝRAPASSI - FYRIR ÍSLENSK GÆLUDÝR

0 have signed. Let’s get to 10,000!


Við undirrituð skorum á alþingismenn, að rita frumvarp, að lögum um dýravegabréf sbr, frumvarp sama efnis í máli nr. 141, framlagt af Helga Hjörvar og fl. þingmönnum nýlega.

Í dag er því þannig háttað, að einstaklingur getur farið af landi brott með dýrið sitt en við komuna til baka krefst það einangrunar dýranna með tilheyrandi kostnaði.

Hundaræktarfélag Íslands hefur í umögn um fyrrnefnt frumvarp fært góð rök fyrir því að núverandi fyrirkomulag er úrelt, óþarfi og til þess eins fallið að valda erfiðleikum fyrir dýr og menn.

Íslendingar eru mikið á faraldsfæti vegna vinnu, náms og frístunda og vilja taka alla fjölskyldumeðlimi með sér hvert, sem förinni er heitið án þess, að ferðafrelsi þeirra sé skert með núverandi reglum um sóttkví og einangrun gæludýra við komuna til landsins.

Því skorum við á Alþingi að breyta þessum fyrirkomulagi svo fljótt, sem verða má.

English ;

We the undersigned challenge the member of The Icelandic Parliament to write a legislative act that allows Icelandic citisens to travel between countries with their pets (dogs) without having to place them into qurantine as is the present procedure. This involves a high financial commitment for the pet owners and is against modern animal welfare as has been argued by the Icelandic Kennel Club.