Petition Closed

Sólarhringsþjónusta Ljósmæðravaktar HSS allt árið um kring.

This petition had 4,739 supporters


Síðan árið 2013 hefur ljósmæðravaktin verið lokuð í einn mánuð að sumri þar sem aðeins er veitt mæðravernd en konur sem þurfa frekari þjónustu er gert að leita á Landspítalann í stað þess að fá þjónustu á HSS eins og hina mánuði ársins. Þetta fyrirkomulag veldur barnshafandi konum og fjölskyldum þeirra óöryggi, óþægindum og jafnvel tekjuskerðingu.
Teljum við það ólíðandi í svo stóru heilbrigðisumdæmi, en það þjónar um 25.000 manns skv. tölum Hagstofunnar.
Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir að heilbrigðisþjónustu skuli veita á „viðeigandi þjónustu stigi og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga“ (Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007). Lög eru því brotin þegar barnshafandi konur á Reykjanesi þurfa að sækja þjónustu, sem annars er veitt á HSS, til Reykjavíkur vegna lokunar ljósmæðravaktar.
Við óskum eftir því að barnshafandi konur á Reykjanesi hafi aðgang að ljósmóður á HSS allan sólarhringinn, allt árið.Today: Berglind is counting on you

Berglind Ásgeirsdóttir needs your help with “Embætti Landlæknis: Sólahringsþjónusta Ljósmæðravaktar HSS allt árið um kring.”. Join Berglind and 4,738 supporters today.