Petition Closed

Breyting á 3. grein laga nr. 26/2007 um skilyrði sanngirnisbóta fyrir fósturheimilabörn.

This petition had 412 supporters


Undirskriftasöfnun vegna laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Þessi lög þarfnast breytinga. Dæmi eru um það að börn sem hafa verið á fósturheimilum hafi t.d. ekki rétt á sanngirnisbótum ef Barnavernd ákveði að segja upp fósturforeldrum og taka fósturbörnin af þeim til þess að gera rekstrarlegar breytingar á fósturheimilum. Þetta hefur slæmar sálrænar langvarandi afleiðingar fyrir börn sem hefur verið komið í fóstur að missa fósturforeldra sína frá sér. Þetta veit ég af eigin reynslu en ég hef glímt við alvarlega kvíða- og þunglyndisröskun frá því að ég lenti í þessu sjálfur og hef engan stuðning fengið frá borginni í minni baráttu við andlega áfallið sem þjakar mig enn. Það þarf því að setja ákvæði í lög um sanngirnisbætur fyrir þessar aðstæður.

Þessi undirskriftasöfnun er gerð með því markmiði að bæta þessa grein laganna eins mikið og hægt er til þess að þessi mál geti fengið sem eðlilegastan farveg.

Við skorum á Alþingi að taka þetta mál fyrir á þingi og leggja fram tillögur um bætingu laganna fyrir velferð barnanna og framtíðar þeirra.

Fylgist með gangi mála á facebook síðu minni vegna málefnisins, Fósturheimilabörn.Today: Hlynur is counting on you

Hlynur Vilhjálmsson needs your help with “Alþingi: Breyting á 3. grein laga nr. 26/2007 um skilyrði sanngirnisbóta fyrir fósturheimilabörn.”. Join Hlynur and 411 supporters today.