Þrýstum á ríkisstjórnina að kaupa nýju krabbameinslyfin!

0 have signed. Let’s get to 10,000!


Við undirrituð skorum hér með á stjórnvöld og háttvirt Alþingi að kaupa ný og betri krabbameinslyf fyrir krabbameinssjúklinga.

Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga lét háttvirtur heilbrigðisráðherra Óttarr Proppé þau ummæli falla að ekki myndi það gerast á vakt Bjartrar framtíðar að „krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væru á.“

Þetta eru stór orð sem ekki voru sett fram með neinum skilyrðum eða neðanmálsgreinum.

Skorum við því á háttvirtan heilbrigðisráðherra Óttarr Proppé (líkt og að Svandís Svavarsdóttir gerði í Alþingi í lok febrúar) að standa við stóru orðin: að leggja til við frumvarp til fjáraukalaga á yfirstandandi ári viðhlítandi fjármagn – í þennan tiltekna lið málaflokks sem undir hann heyrir – til að tryggja það að krabbameinssjúkt fólk njóti bestu lyfja sem völ eru á í heiminum, eins fljótt og auðið er.

http://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20170223T105850

Í 70 ár höfum við búið við þá skelfilegu aðstöðu að vera með eitruð krabbameinslyf sem hafa drepið fleiri en læknað (sjálfur greindist forsvarsmaður þessa lista með krabbamein fyrir rúmum fimmtán árum síðan og hefur glímt við eftirköst þessara eitraðra lyfja – t.d. veikt ónæmiskerfi, lítið þrek, sjónmissir o.s.frv. – frá því að hann náði bata fyrir eigin tilstilli með notkun krydda.) 

En nú er öldin önnur; búið er að þróa ný krabbameinslyf sem eru fljótvirk og skemma ekki líkamann sem eftir er, ef maðurinn nær heilsu – sbr. t.d. eftirfarandi grein frá því júlí í fyrra, þar sem vísað er í yf­ir­lækn­ir lyflækn­inga krabba­meina á Land­spít­al­an­um, sem er „full­viss um að þessi flokk­ur af lyfj­um muni breyta ásýnd krabba­meina.“:

„ ... þau lyf sem ekki (komast) til skila eru ný teg­und af krabba­meins­lyfj­um sem örva ónæmis­kerfið til að ráðast gegn krabba­mein­um ... með þeim er hægt að virkja ónæmis­kerfið til að halda krabba­mein­um niðri, jafn­vel til langs tíma. Þá eru auka­verk­an­ir af þess­um nýju lyfj­um yf­ir­leitt minni en af hefðbundn­um krabba­meins­lyfj­um og býr fólk því við betri lífs­gæði á lyfj­un­um.“

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/30/ny_lyf_breyta_asynd_krabbameina/

Það er ekkert leyndarmál að íslenskum yfirvöldum hefur gengið illa að innleiða ný lyf af sama krafti og nágrannaþjóðir okkar – og háttvirta Alþingi gleymir því kannski að einn af hverjum þremur Íslendingum deyr af völdum krabbameins.

Við getum ekki horft upp á þetta lengur og krefjumst úrbóta – og það strax.