Petition Closed

Veitum Sýrlenskri fjölskyldu á flótta dvalaleyfi á Íslandi.

This petition had 4,595 supporters


Sýrlenskri fjölskyldu, hjónunum Wael Aliyadah og Feryal Aldahash með dætur sínar Jouli og Jönu, hefur verið synjað um efnislega meðferð á hælisumsókn sinni.

Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Það þýðir að fjölskyldan hafi haft nægilega ástæðu þess að flýja heimalandið sitt.

Hins vegar sagjast Wael og Feryal aldrei hafa ætlað sér að sækja um hæli þar, heldur hafi þau neyðst til þess vegna aðstæðanna þar.

Þau óttast að þurfa að búa á götunni og verða viðskila við börn sín ef fjölskyldan þarf að fara aftur til Grikklands.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði þann 17. september í umræðu á  Alþinginu að Grikkland, Ítalía og Ungverjaland, væru ekki talin örugg lönd. Það væri því ekki óhætt að senda hælisleitendur til baka þangað.

Það er með ómannúðlegri ákvörðunum að senda saklausa fjölskyldu með börnum í slíka slæma stöðu og óviðunandi.

Við skorum hér á því að Útlendingastofnun afturkalli viðkomandi synjun um efnislega meðferð á hælisumsókn Wael fjölskyldunnar og veiti henni dvalarleyfi án tafar.Today: Stuðningshópur við Wael fjölskyldu is counting on you

Stuðningshópur við Wael fjölskyldu needs your help with “Útlendingastofnun: Veitum Sýrlenskri fjölskyldu á flótta dvalaleyfi á Íslandi.”. Join Stuðningshópur við Wael fjölskyldu and 4,594 supporters today.