Petition Closed

Við undirrituð skorum á Guðbjart Hannesson, Velferðarráðherra, að draga til baka breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tæknifrjóvgunarmeðferða.

Það er afar kostnaðarsamt ferli að eignast barn með tæknifrjóvgun og varð enn dýrara um nýliðin áramót þegar hið opinbera hætti að taka þátt í kostnaði fyrstu meðferð tæknifrjóvgunar. Slík meðferð kostar nú tæpar 400 þúsund krónur og greiðist alfarið af þeim aðila sem undir meðferðina gengst. Áður voru niðurgreidd um 40% kostnaðar. Heppnist fyrsta meðferðin ekki, sem er mjög líklegt, greiðir ríkið tvo þriðju af kostnaði við næstu 3 meðferðir en ekkert eftir það. Eigi fólk barn fyrir fær það aftur á móti engar endurgreiðslur frá ríkinu.

Með þessum aðgerðum, sem geta reynst einstaklingum sem þrá að eignast barn afar þungbærar, áætlar ríkið að spara alls um 30 miljónir króna á ári. Slík upphæð er ekki mjög há fyrir íslenska ríkið en getur þýtt að efnaminna fólk hefur ekki sömu möguleika og aðrir til að eignast börn. Þannig valda breytingarnar mismunun á grundvelli efnahags fyrir fólk sem er gjarnan í erfiðum aðstæðum.

Við skorum á Guðbjart Hannesson og íslensk yfirvöld að gera enn betur með því að þoka sig nær Norðurlöndum hvað málefni tæknifrjóvgana varðar. Við bendum á að í Noregi greiðir fólk aðeins lyfjakostnaðinn af frjóvgunarmeðferðum og í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi getur fólk farið í allt að þrjár tæknifrjóvganir fyrir brot af þeim kostnaði sem fólk ber hérlendis.

Við bendum á að fjölmargir einstaklingar og pör eru í þeirri stöðu að geta ekki átt börn án aðstoðar. Lyfjakostnaður tengdur frjóvgunum hefur margfaldast frá hruni og það hefur kostnaður við frjóvganir einnig gert. Það að ríkið skuli nú einnig draga úr stuðningi sínum við fólk sem leitar eftir slíkri aðstoð þýðir einfaldlega að slíkt val verður ekki allra.

Það eiga ekki að vera forréttindi útvaldra að geta átt börn á Íslandi.

Virðingarfyllst,

Letter to
Velferðarráðuneytið Guðbjartur Hannesson og íslensk yfirvöld
Velferðarnefnd Eygló Harðardóttir
Velferðarnefnd Guðmundur Steingrímsson
and 7 others
Velferðarnefnd Jónína Rós Guðmundsdóttir
Velferðarnefnd Kristján L. Möller
Velferðarnefnd Lúðvík Geirsson
Velferðarnefnd Pétur H. Blöndal
Velferðarnefnd Unnur Brá Konráðsdóttir
Velferðarnefnd Valgerður Bjarnadóttir
Fromaður velferðarnefndar Álfheiður Ingadóttir
Ég skrifaði undir undirskriftasöfnun stílaða á Guðbjart Hannesson og íslensk yfirvöld.

----------------
Endurskoða breytingar á greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgunarmeðferða.

Við undirrituð skorum á Guðbjart Hannesson, Velferðarráðherra, að draga til baka breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tæknifrjóvgunarmeðferða.

Það er afar kostnaðarsamt ferli að eignast barn með tæknifrjóvgun og varð enn dýrara um nýliðin áramót þegar hið opinbera hætti að taka þátt í kostnaði fyrstu meðferð tæknifrjóvgunar. Slík meðferð kostar nú tæpar 400 þúsund krónur og greiðist alfarið af þeim aðila sem undir meðferðina gengst. Áður voru niðurgreidd um 40% kostnaðar. Heppnist fyrsta meðferðin ekki, sem er mjög líklegt, greiðir ríkið tvo þriðju af kostnaði við næstu 4 meðferðir en ekkert eftir það. Eigi fólk barn fyrir fær það aftur á móti engar endurgreiðslur frá ríkinu.

Með þessum aðgerðum, sem geta reynst einstaklingum sem þrá að eignast barn afar þungbærar, áætlar ríkið að spara alls um 30 miljónir króna á ári. Slík upphæð er ekki mjög há fyrir íslenska ríkið en getur þýtt að efnaminna fólk hefur ekki sömu möguleika og aðrir til að eignast börn. Þannig valda breytingarnar mismunun á grundvelli efnahags fyrir fólk sem er gjarnan í erfiðum aðstæðum.

Við skorum á Guðbjart Hannesson og íslensk yfirvöld að gera enn betur með því að þoka sig nær Norðurlöndum hvað málefni tæknifrjóvgana varðar. Við bendum á að í Noregi greiðir fólk aðeins lyfjakostnaðinn af frjóvgunarmeðferðum og í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi getur fólk farið í allt að þrjár tæknifrjóvganir fyrir brot af þeim kostnaði sem fólk ber hérlendis.

Við bendum á að fjölmargir einstaklingar og pör eru í þeirri stöðu að geta ekki átt börn án aðstoðar. Lyfjakostnaður tengdur frjóvgunum hefur margfaldast frá hruni og það hefur kostnaður við frjóvganir einnig gert. Það að ríkið skuli nú einnig draga úr stuðningi sínum við fólk sem leitar eftir slíkri aðstoð þýðir einfaldlega að slíkt val verður ekki allra.

Það eiga ekki að vera forréttindi útvaldra að geta átt börn á Íslandi.

Virðingarfyllst,