Bönnum blóðmerahald á Íslandi

Bönnum blóðmerahald á Íslandi

0 have signed. Let’s get to 10,000!
At 10,000 signatures, this petition is more likely to get a reaction from the decision maker!
Þórhildur Rut Sigurđardóttir started this petition to Umhverfisstofnun and

Bönnum blóðmerahald á Íslandi              (English version below!)

Á Íslandi er blóðmerahald stundað víða. Fylfullar merar eru neyddar í blóðtöku þar sem þær þurfa að þola og upplifa skelfilega misnotkun sársauka og þjáningu. Þar að auki er flestum folöldum meranna slátrað. Merunum er einnig slátrað þegar þær geta ekki lengur gengið með folöld. Þetta er mikið harðræði og ofbeldi sem merarnar þurfa að lifa við þar sem blóðtakan fer fram í viku hverri, allt að átta vikur í röð á meðan hormónið PMSG finnst í blóði meranna.

Á Íslandi eru yfir 5.300 blóðmerar og blóðmerahald eykst ár frá ári. Blóðið er selt til lyfjafyrirtækisins Ísteka sem framleiðir frjósemislyf úr hormóninu sem notað er í búfjárrækt erlendis. Ísteka og aðrir hagsmunaaðilar halda því fram að velferð dýra sé forgangsmál í þeirra starfsemi en raunveruleikinn er annar. Í heimildarmyndinni „Ísland – land 5.000 blóðmera“ (https://www.youtube.com/watch?v=SkHP65O4RUg má sjá ítrekuð dæmi þess að merar sæti grófu ofbeldi og dýraníði. Þetta ofbeldi viðgengst þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Ísteka og annarra hagsmunaaðila að blóðmerahald sé til fyrirmyndar á Íslandi.  

Ísteka hefur sótt um endurnýjað starfsleyfi til Umhverfisstofnunar. Í umsókn Ísteka er þess óskað að fyrirtækið fái heimild til að auka umfang starfsemi sinnar verulega og vinna vörur úr allt að 600.000 lítrum af blóði á ári hverju. Ísteka hefur ekki tekist að tryggja velferð dýra við blóðtökur eins og dæmin sýna. Því er með öllu ótækt að fyrirtækið fái leyfi stjórnvalda fyrir stóraukinni framleiðslu.

Ísland eyðir verulegum fjármunum ár hvert í landkynningu, meðal annars til að kynna íslenska hestinn á erlendri grundu. Okkur hefur tekist vel í þessum efnum og ímynd landsins er sterk á alþjóðavísu. Þá er íslenski hesturinn vinsæll um víða veröld og árlega falla Íslandsmet í útflutningi á honum. Blóðmerahald hefur verið fordæmt á alþjóðavísu, nú síðast af þingi Evrópusambandsins. Það stórskaðar hagsmuni lands og þjóðar ef ekki verður gripið til aðgerða gegn þeim alvarlegu atvikum sem nú hafa komið í ljós.

Blóðmerahald ógnar verulega velferð dýra. Þetta er grimmúðleg aðför að hryssunum sem geta enga björg sér veitt og það er okkar mannfólksins að vernda þær.. Þetta er einungis gert í gróðaskyni og brýtur gegn öllum sjónarmiðum um velferð dýra og löngu orðið tímabært að verði bannað hér á landi. Því þarf að grípa til aðgerða sem fyrst!

Við köllum eftir því að:

Umhverfisstofnun hafni umsókn Ísteka um endurnýjað starfsleyfi.

Stjórnvöld grípi til aðgerða strax og banni blóðmerahald.

 

Ban Blood Mares in Iceland!

In Iceland the Blood mere extraction is practiced widely. The pregnant mares are forced to have their blood extracted where they must endure and experience horrific abuse of pain and suffering. In addition, most of the mare’s foals are slaughtered. The mares are also slaughtered when they can no longer carry foals. This is a lot of cruelty and violence that the mares must live with as the blood extraction takes place every week, up to eight weeks in a row while the hormone PMSG is found in the mare´s blood.

There are over 5,300 Blood mares in Iceland and the Blood mare industry is increasing year by year. The blood is sold to the pharmaceutical company called Ísteka, which produces fertility drugs from the hormone used in animal husbandry abroad. Ísteka and other stakeholders claim that animal welfare is a priority in their activities, but the reality is different. In the documentary “Iceland – a land of 5,000 blood mares” (https://www.youtube.com/watch?v=SkHP65O4RUg you can see repeated examples of mares being subjected to gross violence and animal cruelty. This violence is common despite repeated claims by Ísteka and other stakeholders that the Blood mare industry is exemplary in Iceland.

Ísteka has applied for a renewed operating license to the Environment Agency. Ísteka´s application requests that they will be authorized to significantly increase the scope of their operation and process from up to 600,000 liters of blood each year. Ísteka has not been able to ensure the welfare of the mares during the blood extraction, as the examples shows. It is therefore completely unacceptable for the company to receive a permit from the government for greatly increasing their production.

Iceland spends considerable amount of money every year on promoting the country, among other things to promote the Icelandic horse abroad. We have been successful in this area and the country´s image is strong internationally. The Icelandic horse is popular around the world and every year an Icelandic record is broken for its export. The Blood mare industry has been condemned internationally, most recently by the European Parliament. It will greatly damage the interests of the country and the nation if no action is taken against the serious incidents that have now come to light.

The Blood mare industry threatens animal welfare significantly. This is a cruel enforcement on the mares lives and their foals who are unable to protect or speak up for themselves and it is up to us humans to protect them, stand up for them and take actions on their behalf. This is only done for profit and violates all views on animal welfare, and it is long overdue to be banned here in Iceland and for that matter should be banned all over the world.

Therefore, action must be taken immediately!

The Environmental Agency rejects Ísteka´s application for a renewed operating license.

The government will take immediate action to ban the Blood mare industry.

0 have signed. Let’s get to 10,000!
At 10,000 signatures, this petition is more likely to get a reaction from the decision maker!