Við skorum á Listaháskólann að hætta sölu á kjötvörum innan veggja skólans

Við skorum á Listaháskólann að hætta sölu á kjötvörum innan veggja skólans

0 have signed. Let’s get to 200!
At 200 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!
ATH! aðgerðarhópur started this petition to Stjórn Listaháskóla Íslands

Við, nemendur í Listaháskóla Íslands, fyrrum nemendur Listaháskólans og aðgerðarhópurinn ATH! skorum á skólayfirvöld að hætta til frambúðar sölu á kjötavörum innan veggja skólans. Með slíkri aðgerð teljum við skólann taka þátt í þeim aðgerðum sem samfélagið allt þarf að ráðast í gegn hamfarahlýnun. 

Við getum ekki tekist á við hamfarahlýnun án þess að horfast í augu við vandann sem steðjar að vegna kjötframleiðslu og áhrif hennar á jörðina.

Eins og rannsóknir hafa sýnt hefur framleiðsla á kjöti í för með sér talsverða losun gróðurhúsalofttegunda. Alls eru um 20 prósent af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum tilkomin vegna framleiðslu á kjöti sem er jafn mikið og allir bílar, trukkar, flugvélar og skip losa samanlagt. Með því að hætta sölu og neyslu á kjöti er því beinlínis verið að taka afstöðu með framtíðinni og jörðinni.


Skólar víðsvegar um heiminn hafa tekið upp grænar matvælastefnur og hvetjum við Listaháskólann til þess að verða fyrsta háskólann á landinu til að hætta kjötneyslu og með því taka slíka afstöðu með framtíðar nemendum og komandi kynslóðum. Við höfum trú á því að Listaháskólinn mæti þessari áskorun af heilum hug!

 

0 have signed. Let’s get to 200!
At 200 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!