Stöndum vörð um menningararf og góða stjórnsýslu - stöðvum framkvæmdir við Tónatröð!

Stöndum vörð um menningararf og góða stjórnsýslu - stöðvum framkvæmdir við Tónatröð!

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!
Hildur Fridriksdottir started this petition to Skipulagsyfirvöld og bæjarstjórn

Þann 4. maí síðastliðinn samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að heimila verktakanum SS Byggi að vinna að gerð breytingar á skipulagi við Tónatröð en verktakinn hefur lýst yfir áhuga að reisa þar fimm 6-8 hæða fjölbýlishús. Við afgreiðslu málsins var vísað í heimild sem fram kemur í gr. 2.4 í reglum um úthlutun lóða þar sem kveðið er á um, að í sérstökum undantekningartilvikum sé heimilt að veita vilyrði eða úthluta lóð/lóðum án undangenginnar auglýsingar að fengnu samþykki bæjarstjórnar. 

Við undirrituð mótmælum þessari afgreiðslu bæjarstjórnar og skipulagsyfirvalda af eftirfarandi ástæðum:

  1. Í reynd er um að ræða útvistun skipulagsvalds frá bænum til einkaaðila.
  2. Það hvernig staðið er að úthlutun lóðanna er stjórnsýslulegt brot, einkum gegn jafnræðisreglu. Gjörningurinn felur í sér úthlutun í stað útboðs.
  3. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru skemmdarverk gegn innbænum og skemmdarverk gegn gamalli bæjarmynd sem hefur haldið megindráttum sínum í 100 ár og lengur. Svæðið er mikilvægur hluti af sjálfsmynd Akureyrar og hefur sem slíkt mikið menningarlegt verðmæti fyrir alla Akureyringa. Byggingartillagan fjarlægir eitt aldursfriðað hús og annað sögulega merkilegt hús hannað af Guðjóni Samúelssyni og gjörspillir sögu Spítalabrekkunnar. Að sama skapi er verið að spilla einni vinsælustu gönguleið bæjarbúa og ferðamanna sem tengir saman miðbæinn og innbæinn. Gildi leiðarinnar liggur í sögu hennar og því byggðamynstri sem hún hefur haldið á aðra öld. Tillagan er skemmdarverk gegn því.
  4. Fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu ganga gegn byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar þar sem kveðið er á um að vernda beri þann menningararf sem felst í eldri byggingum og mannvistarminjum með varðveislugildi.
  5. Fyrirhugað byggingarmagn á lóðunum þrengir bagalega að Sjúkrahúsinu.

Við undirrituð hvetjum bæjarstjórn til þess að leiðrétta frumhlaup sitt og taka ákvörðunina tilbaka við fyrsta tækifæri.

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!