Krefjumst þess að íslensk stjórnvöld hætti að senda flóttafólk til Írak og Kúrdistan!

0 have signed. Let’s get to 1,000!


(English Below)

Fyrr í þessum mánuði synjuðu íslensk stjórnvöld sjö flóttamönnum frá svæðum sem kallast bæði Írak og Kúrdistan um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra eiga að baki hættulega ferð yfir ótal landamæri þar sem treysta þarf á smyglara. Margir neyddust til þess að skilja fjölskyldur sínar eftir í mjög erfiðum og lífshættulegum aðstæðum í von um að fá hjálp við fjölskyldusameiningu eftir að fá vernd. Með því að neita mönnunum um vernd er börnum þeirra líka neitað um möguleika á lífi án stríðsátaka.

Þessar synjanir þýða að íslensk stjórnvöld senda mennina alla leið til Írak um leið og þau fullyrða að þeir séu ekki flóttamenn, jafnvel þó að írakska Kúrdistan sé ekki á lista yfir örugg ríki. Þessar synjanir marka því nýja stefnumótun er varðar mál frá Írak og Kúrdistan af hálfu Útlendingastofnunar og íslenska ríkisins, þar sem virðist hafa verið ákveðið að Írak sé öruggt land án frekari vísbendinga eða útskýringa. Ástæðurnar sem flóttamönnunum hafa verið gefnar eru að þeir geti leitað sér skjóls í öðrum borgum innan Írak, jafnvel þó að það sé ekki möguleiki í þeirra tilviki. Írak er langt frá því að vera öruggt ríki fyrir þá að snúa aftur til. Þvert á móti stunda þeir tveir flokkar sem fara með völd í írakska Kúrdistan, KDP og PUK, mannrán og morð á almennum borgurum. Hver sá sem starfar fyrir stjórnvöld þar í landi þarf að fá meðmæli frá öðrum hvorum flokknum og er bæði lögregluyfirvöldum og fjármálamarkaðinum stýrt af öflum flokkana tveggja.

Við krefjumst þess að ÚTL og íslensk stjórnvöld stöðvi fyrirhugaðar aðgerðir um að brottvísa flóttamönnum til Írak og Kúrdistan!

Við krefjumst þess að helstu áhrifavaldar að baki þessum málum hætti að fela sig á bakvið stofnanir og taki ábyrgð: Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður Kærunefndar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hættið við brottvísanir flóttafólks til Írak og Kúrdistan!

----------------------------------------------------------

This month, the Icelandic government rejected seven refugees from an area called both Iraq and Kurdistan, who are seeking asylum in Iceland. Most of them have made a very dangerous journey over many borders where they need to trust in smugglers. Many of them had to leave their families behind in a very difficult and dangerous situation in the hope of getting a family reunification after being granted asylum. By denying them asylum, the Icelandic government is also denying their children the possibility of a life safe from war and conflict.

The rejection means that the Icelandic government will deport them directly to Iraq, claiming they are not refugees, even though Iraqi Kurdistan is not on the list of safe countries. By rejecting these cases, it seems that the Icelandic government and UTL have taken up a new policy concerning refugees from Kurdistan and Iraq and decided without any evidence or explanation that Iraq is a safe country. The reason UTL gave the refugees is that they could go to other cities in Iraq than the ones they are fleeing from, even though it is clear that this is not an option for them. Iraq is far from being a safe country for them to return to, it is a war zone. Two corrupt political parties, the KDP and the PUK, who kidnap and murder civilians, divide Iraqi Kurdistan. Every government employee has to be recommended by these two parties and they control the police and the finance market.        

We demand that UTL and the Icelandic government stop deporting refugees to Iraq and Kurdistan!

We demand that the main decision makers in these cases stop hiding behind institutions and start taking responsibility; Sigríður Á. Andersen, Minister of Justice, Kristín Völundardóttir, Director of UTL, Hjörtur Bragi Sverrisson, Director of KNÚ and Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister, stop deporting refugees to Iraq and Kurdistan!

 Today: Ekki Fleiri is counting on you

Ekki Fleiri Brottvísanir needs your help with “Sigríður Á Anersen: Krefjumst þess að íslensk stjórnvöld hætti að senda flóttafólk til Írak og Kúrdistan!”. Join Ekki Fleiri and 673 supporters today.