Petition Closed

Áskorun vegna næstu skrefa #metoo

This petition had 813 supporters


Kæru ritstjórar og annað fjölmiðlafólk

Hundruðir kvenna hafa sagt sínar sögur af kynbundnu misrétti, áreiti og ofbeldi í #metoo-byltingingunni, enn fleiri hafa skrifað undir áskoranir og þá eiga ótal konur eftir að segja sínar frásagnir. Nú hafa stofnanir tekið fyrstu skrefin í því að láta gerendur axla ábyrgð á gjörðum sínum, m.a. með uppsögnum, og því óhætt að fullyrða að byltingin sé komin á næsta stig.

Þrátt fyrir að #metoo-byltingin hafi fyllt margar konur frelsandi tilfinningum er hún ekkert gamanmál. Margar konur hafa liðið fyrir að rifja upp erfiða reynslu og án efa hafa margir menn átt erfitt með að hlusta á frásagnir af atburðum í eigin lífi út frá þessu sjónarhorni.
Nú er svo komið að því að taka afleiðingunum og það er aldrei þægilegt.

Að gefnu tilefni minnum við á að það er gríðarlega mikilvægt að fjölmiðlar fjalli um málin af yfirvegun, fagmennsku og með tilliti til þeirra erfiðu tilfinninga sem óhjákvæmilega fylgja þessum fasa og því skorum við á ykkur að vanda sérstaklega vel til verka og forðast að fjalla um málin út frá eigin tilfinningum.

Fagmennska í fréttamati og fréttaskrifum er grunnurinn að því trausti sem fjölmiðill nýtur. Flestir fjölmiðlar eru vandir að vinnubrögðum en því miður eru dæmi um að einstaka blaðamenn boði sínar skoðanir á jafnréttismálum í gegnum „fréttaskrif“ sín. Fjölmiðill sem lætur slíkt óátalið rýrir ekki einungis eigið orðspor og tekjumöguleika á auglýsingamarkaði, hann bregst frumskyldum sínum við lesendur.Today: Sóley Björk is counting on you

Sóley Björk Stefánsdóttir needs your help with “Ritstjórar og fjölmiðlafólk: Áskorun vegna næstu skrefa #metoo”. Join Sóley Björk and 812 supporters today.