Petition Closed

Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna.

This petition had 3,543 supporters


Foreldrar ungra barna fá ekki daggæslu fyrir börn sín hjá dagforeldrum og biðlistarnir eru það langir að foreldrar komast oft ekki á biðlista. 

Foreldrar komast því ekki á vinnumarkaðinn eins og þeir gerðu ráð fyrir og eru í mikilli óvissu um hvenær það geti orðið. Þetta veldur tekjutapi, óvissuástandi um atvinnu og hefur alvarlegar afleiðingar m.a. fyrir atvinnumöguleika, atvinnulífið, einkarekstur fyrirtækja foreldra og tekjur heimilisins.

Það gefur auga leið að á meðan foreldrar eru ekki á vinnumarkaði verða ríki og sveitarfélög af skattekjum. Það getur því varla verið nokkur sparnaður í því að ráða ekki leikskólakennara, til dæmis á hálftóma og auða leikskóla borgarinnar sem fer sífjölgandi í miðborginni. Það getur heldur ekki verið sparnaður í því að búa ekki svo um kjör dagforeldra að það þyki aðlaðandi atvinnugrein.

Við undirrituð krefjumst þess að Reykjavíkurborg leysi daggæsluvandamálið núna strax, hvorki ríki, borg, atvinnulífið né foreldrar hafa efni á að láta það sitja á hakanum. 

 

 Today: Foreldrar ungra barna is counting on you

Foreldrar ungra barna needs your help with “Reykjavíkurborg: Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna.”. Join Foreldrar ungra barna and 3,542 supporters today.