Við mótmælum tillögu um hjóla- og göngustíg meðfram Faxa- og Sörlaskjóli

Við mótmælum tillögu um hjóla- og göngustíg meðfram Faxa- og Sörlaskjóli

Nú stendur yfir kynning á deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er varðar framlengingu á hjóla- og göngustígum við Ægisíðu. Tillagan sýnir tvo aðskilda stíga (2,5-3m að breidd), með öflugri lýsingu, taka við þar sem núverandi stígar enda á horni Ægisíðu og Faxaskjóls. Stígarnir liggja síðan ýmist meðfram götunni eða hlykkjast og skera túnið sundur á leið sinni vestur, þar sem þeir svo enda við Nesveg við bæjarmörk Seltjarnarness.
Síðan bætast við gönguþveranir, tveir áningastaðir, lýsing, steyptur veggur til að taka út hæðarmismun ásamt nauðsynlegum aðgerðum til að taka við yfirborðsvatni og eflaust eitthvað fleira rask þessu tengt. Sem sagt töluvert magn af malbiki lagt um og yfir þetta litla og ósnortna svæði.
Þau fáu grænu svæði sem eftir eru á borgarlandinu ber að vernda. Þetta tiltekna svæði er mikið notað af börnum að leik, fólki og hundum til útivistar að ógleymdu öllu dýralífinu.
Að auki stendur til að framlengja núverandi hjólastíg frá Ægisíðu EINNIG beina leið vestur Ægisíðuna og Nesveginn sem gerir þessar framkvæmdir algjörlega óþarfar.
Við undirrituð mótmælum þessari tillögu og krefjumst þess að þessi náttúruperla við sjóinn fái að vera óáreitt um ókomna tíð.