Mótmælum lokun Laugardalshallar

Mótmælum lokun Laugardalshallar

0 have signed. Let’s get to 2,500!
At 2,500 signatures, this petition is more likely to get picked up by local news!
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir started this petition to Reykjavíkurborg

Um daginn var tilkynnt um að eitt stærsta rafleikjmót í heimi yrði haldið í Laugardalshöllinni. Af þessu tilefni kom orðrétt fram af hálfu borgarstjóra: ,,Ánægður með frábært samstarf Íslandsstofu og borgarinnar við að landa þessum stórviðburði í rafíþróttum sem verður langstærsti viðburðurinn (hingað til) í Reykjavík eftir Covid-19 skall á. Góðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna, góðar fréttir fyrir rafíþróttir og góðar fréttir fyrir Reykjavík!”

Já, þetta eru svo sannarlega frábærar fréttir, nema e.t.v. fyrir notendur frjálsíþróttahallarinnar, börn, ungmenni og fullorðna í frjálsum íþróttum. Út af C-19 var höllinni lokað í um 12 vikur og nú á að bæta 6 vikum við.

Þarna er borgin, sem annar eigenda Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., að loka á 8-900 iðkendur á vegum félaga hér í RVK. Það myndi e.t.v. sleppa til ef borgin gæti þjónustað þessa iðkendur, sem greitt hafa æfingagjöld, með öðrum sómasamlegum hætti en því er ekki að heilsa enda er önnur aðstaða til frjálsíþrótta iðkunar mjög svo bágborin, eins og marg oft hefur komið fram og óþarfi að tíunda það frekar á þessum vettvangi.

Vonandi verða afleiðingar af þessum ráðstöfunum skammvinnar og ekki alvarlegar en það er algerlega óvíst. Fyrir það fyrsta er ekki ósennilegt að þær kunni að leiða til brottfalls meðal barna og ungmenna. Í öðru lagi kunna einhverjir iðkendur að leita til félaga í nágranna sveitarfélögum. Í þriðja lagi eru þessar 6 vikur mjög mikilvægur tími til undirbúnings fyrir utanhúss tímabilið og þar með talið til að mynda fyrir afreksíþróttafólkið sem stefnir jafnvel á stórmót erlendis, t.d. á OL. Þess má geta að helmingur landsliðsins æfir í Laigardalshöll. Það er engum vafa undirorpið að aðgerðir sem þessar setja allt skipulag úr skorðum en í því sambandi má nefna að ekkert samráð var haft við forsvarsmenn frjálsíþróttadeildanna. Þessum lokunum er skellt á með engum fyrirvara og með þessu er gert lítið úr allri þeirri vinnu sem afreksíþróttafólk, þjálfarar, forsvarsmenn félaga o.fl. leggja á sig við skipulagningu o.fl. Þessar lokanir kunna því að hafa alvarlegar afleiðingar bæði fyrir grasrótarstarfið og afreksíþróttafólkið auk þess sem nefna má að þetta dregur svo mikið úr þrótti allra þeirra sem að starfinu koma. Þjálfarar eru endalaust að eyða tíma og orku í að leita að æfingaaðstöðu og -tíma af þessum sökum. Í þessu sambandi skal tekið fram að samningurinn milli rekstaraaðila frjálsíþróttahallarinnar Íþróttabandalags Reykjavíkur gerir ráð fyrir að hægt er að leigja höllina út t.a.m. til sýningarhalds í 4 vikur á frá 1. september til apríl loka og missa iðkendur því af þessum sökum af dýrmætum æfingatíma enda æfingaaðstaða utanhúss ekki boðleg, einkum og sér í lagi yfir vetrartímann. Auk þess má nefna að á Reykjavíkurleikunum, sem standa yfir í tvær vikur, er frjálsíþróttahöllin almennt lokuð fyrir frjálsíþróttafólk vikuna áður en að frjálsíþróttakeppninni kemur, enda er hún notuð fyrir keppnir í öðrum íþróttagreinum á leikunum.

Samkvæmt lögum Íþróttabandalags Reykjavíkur er hlutverk þess m.a. að gæta hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík og vera málsvari hennar gagnvart opinberum aðilum. Frjálsíþróttafólk í Reykjavík gerir í ljósi þess þær væntingar að það hafi bandalagið að bandamanni í þessari baráttu sinni.

0 have signed. Let’s get to 2,500!
At 2,500 signatures, this petition is more likely to get picked up by local news!