Markmið okkar er að þróa menntakerfið okkar og draga það fram í nútímann.

Markmið okkar er að þróa menntakerfið okkar og draga það fram í nútímann.

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!
Menntakerfið Okkar started this petition to Menntamálaráðuneytið

Okkar mat á menntakerfinu er að það sé orðið frekar úrelt og fylgi ekki nútímanum, það vantar að kenna okkur hluti sem eru nauðsynlegir til þess að læra betur á lífið og teljum við því vera full ástæða til að krefjast breytinga. Landið og menningin hefur þróast en menntakerfið á en langt í land með að fylgja almennri þróun. 

Skólinn hefur mikil áhrif á mótun ungra krakka og þess vegna viljum við auðvitað að þau mótist á þann hátt að þau séu tilbúinn að fara út í lífið, með kennslu og reynslu sem tengist nútímanum og heiminum. Okkar mat er að það er ekki verið að uppfylla þessa þörf okkar til að læra það sem við teljum okkur þurfa í raun og veru að læra til þess að vera tilbúinn fyrir lífið og framtíðina.

Okkar tillögur að breytingum:

  • Hinseginfræðsla og hinseginkynfræðslu
  • Auka kynfræðslu.
  • Auka tölvukennslu.
  • Læra um heimsvandamál: Nauðgun, ofbeldi, loftslagsbreytingar o.s.f.
  • Læra um sjúkdóma og fatlanir.
  • Læra um geðveiki.
  • Auka fjármálakennslu.
  • Auka starfskennslu. 
  • Læra um mannréttindi. 
  • Gera sundtíma að vali fyrir unglingastig (Velja annars konar hreyfingu í staðinn eins og t.d. þriðja íþróttatíma fyrir þá sem vilja.)

Við vonum innilega að þið takið á móti þessum skilaboðum á víðsýnan hátt og hlustið á okkur. Við munum halda umræðunni uppi þar til við sjáum einhverjar breytingar.

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!