Mótmæli við áform Orkusölunnar um virkjun Tungudalsár í Fljótum

0 have signed. Let’s get to 1,000!

Birgir Gunnarsson
Birgir Gunnarsson signed this petition

Við núverandi og fyrrverandi íbúar og landeigendur í Fljótum og aðrir velunnarar mótmælum harðlega hverskonar áformum um virkjun Tungudalsár í Fljótum með tilheyrandi vegaframkvæmdum og óafturkræfu jarðraski. Tungudalurinn sem er hliðardalur úr Stíflu er með fallegustu dölum Skagafjarðar, ósnortinn að mestu, og vinsælt útivistarsvæði. Áformuð virkjun mun ekki aðeins eyðileggja fallegan dal heldur á hún aðeins að skila 1-2 MW sem er varla ómaksins vert og mun ekki leiða til nokkurar atvinnusköpunar í Fljótum.
Við undirrituð teljum það með öllu óásættanlegt að Tungudal sé raskað. Við krefjumst þess að Orkusalan dragi strax til baka hverskonar áform um Tungudalsvirkjun í Fljótum.

Áform um virkjun í Tungudal í Fljótum. Grein eftir Birgir Gunnarsson landeiganda á Gautastöðum í Stíflu í Fljótum https://trolli.is/aform-um-virkjun-i-tungudal-i-fljotum/