Réttindi foreldra og barna til heimakennslu tryggð

0 have signed. Let’s get to 500!


Á Íslandi getur þriðjungur drengja ekki lesið eftir tíu ára nám og 10,9% stúlkna í unglingadeild óttast að verða lagðar í einelti. Ástandið er meira að segja að versna og foreldrar hafa ekkert val, skólaskylda og ríkisskólar.

26. grein í mannréttindayfirlýsingu sameinuðu þjóðanna segir: „Foreldrar skulu öðrum fremur ráða hvaða menntunar börn þeirra skuli njóta.“ Auk þess segir í  Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna „Aðildarríki viðurkenna rétt hvers barns til lífsafkomu sem nægir því til að ná líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska.“ (27. gr.) og „Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.“ (14. gr.)

Heimakennsla og önnur vel hönnuð námsumhverfi hafa skilað miklu betri árangri en skólakerfið varðandi þessi atriði í Barnamálanum.

En regluverkið kemur í veg fyrir að venjulegir foreldrar nýti þann sjálfsagða rétt að kenna börnum sínum sjálfir.  Hins vegar mega grunnskólakennarar kenna heima. Þetta fyrirkomulag er með öllu ólíðandi, skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og er einstakt á heimsvísu.

Reglugerðin var sett án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu, er ekki í samræmi við opinberar stefnuskrár stjórnmálaflokka sem settu eða viðhalda henni og er í andstöðu við fjölmargar rannsóknir á menntun barna.

Þess vegna óskum við eftir tafarlausri afturköllun á reglugerð nr 531/2009, og í kjölfarið verði hafin vinna við nýja reglugerð í samráði við foreldra, eða að skólaskylda skuli einfaldlega afnumin.Today: Samtök um betri skóla is counting on you

Samtök um betri skóla needs your help with “Lilja Alfreðsdóttir: Réttindi foreldra og barna til heimakennslu tryggð”. Join Samtök um betri skóla and 277 supporters today.