Petition Closed

#Pítsuréttindi! Við krefjumst afsagnar Guðna Th. Jóhannessonar strax!

This petition had 97 supporters


Þann 16. febrúar 2017, gaf Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fram þá skoðun hans að það ætti að banna flatbökur (pítsur) með ananas-álegg. Þessi ummæli hans eru hrein og bein árás á þá fjölmarga ananas-pítsu elskendur sem hafa kallað þetta land heimili sitt án aðkasta í þúsundir ára. Ef Guðni fær sínu fram, mun það án efa koma á borgarastyrjöld meðal íslendinga, sem ananas-pítsu elskendur hafa ekki hugsað sér að tapa. 
Fyrir mörg okkar erum við líka svikin af Guðna Th., þar sem hann valdi að sitja á þessum öfgafullu skoðunum sínum, fram yfir forsetakosningarnar. Því hljóta úrslit forsetakosninganna 2016 að verða ógild, þar sem ómögulega er hægt að styðja slíkan öfgamann í opinberu embætti, hvað þá sem fulltrúa lýðveldisins. 
Við krefjumst þess að Guðni Th. Jóhannesson annað hvort stigi til hliðar sem forseti Íslands, eða sýni virðingu í verki og borðar eina 16" Hawaii pítsu, sem og biðja alla ananas-pítsu elskendur Íslands formlega afsökunar.

Við sameinumst undir kjörorðinu: "Allar pítsur eiga að ganga jafnar til borðs!" og undir myllumerkinu #Pítsuréttindi

Lifi byltingin!Today: Aðalsteinn is counting on you

Aðalsteinn Hannesson needs your help with “Guðni Th. Jóhannesson: Pítsuréttindi! Við krefjumst afsagnar Guðna Th. Jóhannessonar strax! Allar pítsur eiga að ganga jafnar til borðs! Allar pítsur skipta máli!”. Join Aðalsteinn and 96 supporters today.