Áskorun til hæstvirts Utanríkisráðherra í kjölfar skemmandi ræðu Forsætisráðherra.

0 have signed. Let’s get to 100!


Á setningu ráðstefnu OECD um varnir gegn spillingu, hélt Hæstvirtur Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ræðu sem vegur á vítaverðann hátt að hagsmunum Íslendinga á alþjóðavettvangi, og berum við því erindið á borð til Utanríkisráðherra, sem fer með málaflokkinn í stjórn hennar.

Í ræðu sinni málaði Forsætisráðherra þá mynd af landnámi Íslands, að hingað hafi flust menn sem kærðu sig ekki um að greiða skatta til Noregskonungs, en hunsaði þær velkunnu staðreyndir að þetta kom að miklu leiti til vegna þess að Haraldur Hárfagri var að sameina Noreg með valdi og stríðsrekstri, og margir þessara landnámsmanna voru ýmist andstæðingar hans, leiðtogar og konungar smærri konungsdæma í landinu eða aðrir sem voru ósammála sýn hans, eða þeim gífurlega kostnaði sem varð á hinn almenna borgara, og þar með skattbyrði. Að sama skapi virðist Forsætisráðherra lítið gefa fyrir þá öðruvísi sýn sem Ísland var að byggjast á um sama leiti, og þeirri raun að þetta fólk hafði því hugmyndafræðilegt val um aðsetur líka, sem ætti að teljast til lífsgæða og hlunninda og því að vera henni að skapi.

Úr þessu heldur Forsætisráðherra svo áfram og fullyrðir að allt frá því ríki hér löng hefð fyrir skattsvikum, og gefur því til kynna með loðinni frásögn sinni að íslensku viðskiptafólki sé ekki treystandi. Hún gerir enga tilraun, í umræddri ræðu, til að vekja athygli á því að um lítinn hluta athafnamanna var að ræða, sem sannast hafa stundað vítaverða viðskiptahætti í aðdraganda 2008, og því má draga þann skilning að hún sé að vísa til Íslenskra viðskiptahátta og viðskiptamenningar almennt. Þetta kemur sér því illa fyrir þann mikla fjölda íslenskra borgara sem stunda viðskipti við önnur lönd, stór sem smá, og gæti kynt undir tortryggni þegar Íslendingar mæta til fundarhalda við erlenda aðila. Þetta er að minnsta kosti ekki til að auka traust eða mála íslendinga í jákvæðu ljósi, og að þeim sökum teljum við að vegið sé að okkar hagsmunum erlendis.

Svo heldur Forsætisráðherra áfram og talar um að hér hafi ríkt "Laissez-faire System", sem hún málar sem rót alls hins illa, en þar hunsar hún atburðarrás sem við höfum ekki fengið að heyra fyrir endann á í áratug, sem og allann þann hafsjó af rannsóknum á nefndri atburðarás sem skattgreiðendur hafa þurft að punga út fyrir. Til að mynda er takmarkað hvað getur kallast "laissez-faire" þegar bankakerfið er bakkað upp með þvingaðri ábyrgð borgara, sem og að ríkisgjaldmiðillinn er lögbundinn og fólk því gert skylt að nota hann og ábyrgjast. Að sama skapi hunsar þessi fullyrðing hina margumræddu eignarhaldsfléttu, þar sem fyrirtæki átti hlut í öðru, sem átti hlut í öðru, sem átti hlut í öðru, sem átti svo jafnvel hlut í félaginu á toppnum, og því var hægt að taka lán út á veð sem lítil innistaða var í raun fyrir. Þetta allt hefur verið fjallað um víða, og því er vítavert að mála heila þjóð sem ótraustverða þegar hún hefur fátt annað gert en að borga brúsann.

Til að bæta enn meiri olíu á eldinn, þá er Forsætisráðherra þarna að tala á ráðstefnu sem fjallar um spillingu, á meðan aðstoðarkona hennar, Halla Gunnarsdóttir, situr í eldlínunni hér heima fyrir samskipti inni í lokuðum facebook hóp sem lekið var úr. Í þeim meinta hóp virðist hafa verið lagt á ráðin um að spilla frumvarpi sem er í verkferlum í þinginu, sem og að smána hóp talsmanna þess meðal borgara, en við vitnum þar til #DaddyToo myllumerkisherferðarinnar.

Það er því vert að spyrja hvort Forsætisráðherra væri ekki réttast að hefja þetta starf með tiltekt í eigin ráðuneyti. Að sama skapi er líka vert að spyrja, þegar Forsætisráðherra talar um að hagvaxtaraukning undanfarinna ára hafi ekki skilað sér nógu vel til allra borgara, hvort framganga og stjórnarhættir hennar eigin flokks á sveitarstjórnarstiginu, sem og það sem hennar flokkur hefur náð að koma í verk á landsvísu, sé ekki hluti þess akkeris sem aftrar velferðinni frá því að hámarka lífsgæði allra.

Að því leiti sem efnistök þessa erindis heyra undir Utanríkisráðuneytið, köllum við eftir aðgerðum til að lágmarka mögulegann skaða sem íslenskir borgarar, sem og íslenskt viðskiptalíf, geta hlotið af þessari bjöguðu mynd sem hér hefur verið máluð á alþjóðlegum vettvangi. Að sama skapi væntum við þess að Utanríkisráðherra þrýsti á aðra ráðherra í ríkisstjórn til að veita þessu athygli í sínum ráðuneytum, sem og að þrýst verði á Forsætisráðherra að endurskoða fullyrðingar sínar og þá mynd sem hún málaði, auk þess að biðja landsmenn afsökunar.

Verði ekkert aðhafst, og teljist að hagsmunir íslendinga hafi laskast, enn fremur, komi slíkt mögulega fram með samdrætti einhvers staðar, þá mun næsta erindi okkar innihalda afsagnarkröfur.

 

Fyrir hönd áhugafólks um hlutlausa fjölmiðlun og hagsmuni íslendinga á heimsvísu,

Halldór Fannar Kristjánsson

Tenglar:
http://www.ruv.is/frett/islendingar-eiga-ser-langa-sogu-skattsvika
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP61898
http://utvarpsaga.is/hart-tekist-a-um-gagnaleka-og-meintar-aerumeidingar/
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP61836