Semjum við ljósmæður STRAX!

Victory

Semjum við ljósmæður STRAX!

This petition made change with 16,486 supporters!

Dagný Reykjalín started this petition to Fjármálaráðuneytið and

Ljósmæður vinna einhver þau mikilvægustu störf sem hægt er að finna í þjóðfélaginu, að koma börnunum okkar öruggum í þennan heim og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og á viðkvæmustu stundum þeirra. Þær þurfa að búa yfir mikilli þekkningu, reynslu og næmni sem er ekki öllum gefin.

Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa!

Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!

#égstyðljósmæður

 

Victory

This petition made change with 16,486 supporters!