Petition Closed

Fitnessbox í World Class Kringlunni

This petition had 36 supporters


Við, undirrituð, skorum á World Class Kringlunni að prófa að bjóða upp á opna tíma í fitnessboxi á mánudögum og miðvikudögum. 
 
Fyrir nokkrum árum voru í boði frábær námskeið í fitnessboxi í World Class Kringlunni. Þau höfðu verið rúllandi í nokkur ár, en svo var hætt að kenna þau vegna minnkandi þátttöku. Á þeim tíma höfðu tímarnir færst frá því að vera kenndir seinni part dags yfir á kvöldmatartíma, frá kl. 19-20. Þessi tímasetning er mjög óhentug fyrir marga, sérstaklega fjölskyldufólk. Á sama tíma var jafnframt verið að auka framboð á opnum tímum og það er ekki ólíklegt að margir hafi sótt í þá frekar en að kaupa stök námskeið. 
 
Við teljum að það sé mjög góður grundvöllur fyrir því að bjóða upp á opna tíma í fitnessboxi seinni part dags á mánudögum og miðvikudögum. Ef litið er til þess hvað þátttakan í tabata á þriðjudögum og fimmtudögum er frábær, þá er alveg ljóst að það er mikil eftirspurn eftir öflugum tímum sem blanda saman styrktar- og þolæfingum. Í Kringlunni vantar sárlega slíka tíma aðra daga vikunnar. Í fitnessboxi er ekki verið að berjast heldur er aðallega boxað á púða og/eða patch-a. Þetta þyrftu ekki að vera tæknilega flóknari tímar heldur en t.d. tabata og það ætti að vera vel mögulegt að kenna þá í opnum tímum frekar en á námskeiðum. 
 
Nú styttist óðum í 2018, þannig að þetta gæti e.t.v. verið góður tími til að skoða það að bæta tímum inn í stundatöflu eftir áramótin. Við vonum að þetta verði tekið til athugunar og munum mæta spræk ef þið bjóðið upp á tilraunatíma í fitnessboxi á nýju ári. Today: Lena is counting on you

Lena Valdimarsdóttir needs your help with “Fitnessbox í World Class Kringlunni”. Join Lena and 35 supporters today.