Petition Closed
Petitioning forseti Evrópuþingsins Martin Schulz and 1 other

Evrópuþingið og Framkvæmdstjórn Evrópusambandsins: Stöðvið víðtækt eftirlit, verndið stafræn gögn okkar og afhjúpendur!

Við sem á Íslandi búum erum meðvituð um víðtækt eftirlit og njósnir sem beint er að okkur. Það er brot á grundvallarréttindum okkar.  Við krefjumst þess að rannsóknarnefnd verði skipuð af Evrópuþinginu til að afla gagna varðandi fjöldaeftirlit á evrópskum borgurum. Við krefjumst þess að lagt verði bann við því að gögn um evrópska borgara séu flutt til erlendra stofnana. Evrópusambandsríkjum verði einnig bannað að stunda njósnir á borgurum innan annarra Evrópusambandsríkja. Við krefjumst þess að Evrópusambandið eigi frumkvæði að gerð alþjóðlegs samkomulags um vernd fyrir afhjúpendur í Evrópu og um afnám og bann við víðtæku eftirliti með borgurum,   gegn víðtækum njósnum auk þess að tryggja afhjúpendum vernd í Evrópu. Með þessu móti verði betur tryggt að  brot á grundvallarréttindum verði dregin fram í dagsljósið.

English

Français

Italiano

Nederlands

Eesti

Deutsch

Español

עברית (Hebrew)

Letter to
forseti Evrópuþingsins Martin Schulz
forseti Framkvæmdstjórnar Evrópusambandsins José Manuel Durão Barroso
Stöðvið víðtækar njósnir, verndið gögnin okkar og afhjúpendur!

Við sem búum á Íslandi erum áhyggjufull vegna brota á grundvallarmannréttindum okkar. Við viljum ekki búa í eftirlitssamfélagi þar sem allir eru settir í stöðu grunaðra. Við krefjumst þess að eftirfarandi kröfur okkar verði teknar alvarlega og þannig verði tekin jákvæð skref til breytinga fyrir Evrópu og á heimsvísu.

1. Aukið gagnsæi: Við biðlum til Evrópuþingsins að koma á fót rannsóknarnefnd til að varpa ljósi á að hvaða marki evrópskir borgarar hafa orðið fyrir barðinu á eftirlitsverkefnum á borð við PRISM og TEMPORA. Nefndinni verði gert að skýra hverjir höfðu vitneskju um verkefnin og hvort og að hvaða marki brotið hefur verið í bága við réttindi evrópskra borgara.

2. Að gagnaverndarákvæði verði efld: Ákvæði um almenna gagnavernd verður að innihalda bann við gagnasendingum til stofnana annarra ríkja og einnig við víðtæku eftirliti milli aðildarríkja Evrópusambandsins. Gagnavernd verður að tryggja borgurum rétt til að ákveða hvernig gögn þeirra eru notuð. Við krefjumst öflugri evrópskra gagnaverndarlaga.

3. Lagt verði bann við víðtæku eftirlitskerfi: Fólk sem ekki er grunað um refsiverðan verknað, á ekki að þurfa að sætta sig við víðtækt eftirlit og vera með því sett á sakamannabekk. Og undir engum kringumstæðum er réttlætanlegt að hefja slíkt eftirlit án dómsúrskurðar. Því krefjumst við þess að hverskyns víðtækt eftirlit með almennum borgurum verði bannað innan Evrópusambandsins.

4. Alþjóðlegt samkomulag um afnám og bann við víðtæku eftirliti: Við biðlum til Evrópuþingsins og Framkvæmdastjórnar Evrópu um gerð alþjóðlegs samkomulags til að draga úr og afnema víðtækt eftirlit með almennum borgurum um allan heim.

5. Vernd afhjúpenda: Við biðjum ESB að skapa lagaumhverfi sem tryggir pólitískt hæli og vernd í lögum fyrir afhjúpendur innan Evrópu. Afhjúpendur, á borð við Edward Snowden, sem upplýsti okkur um víðtækt eftirlit af hálfu bandarískra og breskra leyniþjónustuaðila — eru mikilvægir til að leiðrétta, og koma í veg fyrir óæskilega þróun í lýðræðisríkjum. Afhjúpendur ættu því að njóta ríkrar verndar gagnvart ofsóknum.

Virðingarfyllst,

Anke Domscheit-Berg started this petition with a single signature, and now has 60,288 supporters. Start a petition today to change something you care about.