Petition Closed
Petitioning Nefndarsvið Alþingis

Dýravinir: gerum athugasemd við nýtt frumvarp um dýravelferð

Betrumbætum lagafrumvarpið um velferð dýra sem er í þinginu.

Letter to
Nefndarsvið Alþingis
Nýtt frumvarp til laga um velferð dýra er virkilega gott og þökkum við kærlega fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið unnin af hendi til að bæta stöðu dýravelferðarmála hér á landi.

Það eru nokkrar undantekningar í lögunum sem við teljum að samrýmist ekki tilgangi laganna.

Í 15. grein stendur: ,,Við sársaukafulla aðgerð eða meðhöndlun skal ávallt deyfa eða svæfa dýr og veita því verkjastillandi meðhöndlun, nema við eyrnamörkun lamba og kiðlinga og geldingar grísa yngri en vikugamalla."

Við viljum að undanþága frá því að deyfa grísi við geldingu verði tekin út og að grísir, eins og önnur dýr, fái deyfingu við þessa sársaukafullu aðgerð. Þá teljum við að verkjastillandi meðferð sé ekki fullnægjandi.

Í 20. grein um aflífun dýra segir ,,Óheimilt er að aflífa dýr með því að drekkja þeim, nema um sé að ræða gildruveiði minka sem hluta af skipulögðum aðgerðum til að
halda minkastofninum í skefjum."

Við teljum ekki réttlætanlegt að undanskilja eina dýrategund með þessum hætti. Þá þykir okkur einkar slæmt að undantekning þessi skuli eiga við um sunddýr.

Virðingarfyllst

Iris Ólafsdottir started this petition with a single signature, and now has 1,704 supporters. Start a petition today to change something you care about.