Stöðvum brottvísun Elan og foreldra hennar til Grikklands

Stöðvum brottvísun Elan og foreldra hennar til Grikklands

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!
Hekla Guðrúnardóttir Kollmar started this petition to Dómsmálaráðuneyti Íslands

Við undirrituð skorum á íslensk stjórnvöld að veita Ghafran Ninal, Ahmad Flahan og ungri dóttur þeirra Elan Flahan hæli á Íslandi. Yfir þeim vofir nú brottvísun til Grikklands þar sem þau óttast um framtíð sína. 


Þessi litla fjölskylda flúði lífshættulegar aðstæður á Sýrlandi til Grikklands fyrir þremur árum. Þar mætti þeim örbirgð, en aðstæður flóttamanna á Grikklandi hafa farið hríðversnandi undanfarin ár og nú á tímum Covid ríkir þar mikil neyð meðal flóttafólks. Á Grikklandi missti fjölskyldan húsnæði sitt og sá fram á að geta ekki alið dóttur sína upp við öruggar aðstæður. Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað áréttað þá afstöðu sína að ekki sé forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands. 


Við skorum á íslensk stjórnvöld að fylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að hafa skuli hagsmuni barnsins í forgangi í allri ákvarðanatöku sem það varðar. Það er ljóst að foreldrar Elan geta ekki tryggt henni heimili, öryggi og þroskavænlegar aðstæður á götum Grikklands. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn sem flýja þurfa heimaland sitt rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér öll þau réttindi sem þau hafa í nýja landinu.


Á Íslandi hefur Ghafran stundað íslenskunám af miklum dugnaði en Ahmad tók að sér að sinna Elan, litlu dóttur þeirra, á meðan þar sem hún er ekki á leikskóla ennþá. Ahmad starfaði sem málari í Sýrlandi og óskar þess heitast að geta unnið fyrir fjölskyldunni sinni. 

Veitum þeim tækifæri til að byggja upp líf sitt að nýju.

0 have signed. Let’s get to 1,000!
At 1,000 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!