Mótmælum breytingum á strætóleið 6

0 have signed. Let’s get to 500!


Mótmæli vegna skertrar þjónustu Strætó við íbúa Staðahverfis.

Við höfum fengið óljósar fregnir af því að um næstu áramót muni leið 6 hætta að keyra um Staðahverfi á 15 mínútna fresti og að í staðinn muni leið 7 keyra frá Mosfellsbæ í Spöng á 30 mínútna festi. Strætó réttlætir þessa aðgerð með því að verið sé að auka þjónustu við Grafarvogsbúa þar sem leið 6 sem verður á 10 mínútna fresti frá Spönginni á annatímum. Þetta er hlægilegur rökstuðningur þar sem verið er að fækka ferðum úr Staðahverfi úr 4 á klukkustund í 2.

Við íbúar Staðahverfis mótmælum þessari breytingu kröftuglega. Það ætti að vera keppikefli Strætó að allir íbúar nýti sér þjónustu almenningssamgangna, ekki síst börn og unglingar. Þessi breyting gengur í þveröfuga átt því hún gerir yngstu viðskiptavinum félagsins nánast ómögulegt að nota Strætó.

Við hvetjum stjórn Strætó til að auka enn frekar þjónustuna við íbúa Staðahverfis, og þar með Grafarvogs, með því að gera leiðakerfið meira aðlaðandi til hagsbóta fyrir íbúa og eigendur félagsins. Það hlýtur að vera tilgangur almenningssamgangna og keppikefli stjórnar Strætó.Today: Jóhanna Vigdís is counting on you

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir needs your help with “Borgarstjórn og Strætó BS: Mótmælum breytingum á strætóleið 6”. Join Jóhanna Vigdís and 259 supporters today.