Bætt aðgengi að fjarnámi í Háskóla Íslands

Bætt aðgengi að fjarnámi í Háskóla Íslands

Aðgengi fólks að fjarnámi frá Háskóla Íslands er til skammar. Á þeirri tæknitímum sem við lifum er ekki eðlilegt að fólk á landsbyggðinni geti ekki farið í það nám sem þeim langar í, nema að flytja landshluta á milli af því að skólinn sem kenndur er við Ísland treystir sér ekki til að bjóða upp á nema örfáa áfanga í fjarnámi.
Við vinkonurnar ætluðum að skrá okkur í nám sem við vildum bæta við okkur en fengum þau svör að lítill hluti af því væri kenndur í fjarnámi og því þyrftum við að flytja að austan og suður til að læra. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna.
Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Lesa má meira um okkar upplifun hér: https://www.visir.is/g/20212168126d/ha-skoli-is-lands-eda-ha-skoli-hofud-borgar-svaedisins
Við skorum á menntamálaráðherra og rektor Háskóla Íslands að koma með lausn á þessum málum sem fyrst og tryggja þannig jafnt aðgengi að námi sem enginn annar skóli býður upp á.