Við styðjum bann við lausagöngu katta á Akureyri

Við styðjum bann við lausagöngu katta á Akureyri

0 have signed. Let’s get to 100!
At 100 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!
Laufey Hansen started this petition to Bæjarbúar og bæjarstjórn Akureyrar

Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.

Er þetta í samræmi við vilja meirihluta bæjarbúa sem hafa í könnun sýnt að vilji þeirra sé að lausaganga katta sé bönnuð í bænum, sbr. https://www.vikubladid.is/is/frettir/meirihluti-akureyringa-vill-banna-lausagongu-katta

Sýnum stuðning í verki og stöndum með kjörnum fulltrúum okkar. Bæjarbúar eiga rétt á því að ekki komi ókunnug dýr inn á þeirra heimili, að ekki sé skilinn eftir saur og hland í görðum þeirra ásamt því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að sandkassinn sé fullur af saur.

Eigendur katta þurfa að taka ábyrgð á sínum gæludýrum líkt og eigendur annarra gæludýra og halda þeim á sínu heimili og ef dýrið vill/þarf að fara út skal það fara út í fylgd eiganda í taumi eða þar til gerðum útibúrum/gerðum. 

0 have signed. Let’s get to 100!
At 100 signatures, this petition is more likely to be featured in recommendations!