Petition Closed

Eggert Einer Nielson Verði Aldrei Vísað Úr Landi Sem Og Hans Fjölskyldu!!!

This petition had 703 supporters


Vestfirðingar vaknið og látið heyra í ykkur.

Ekki oft sem ég verð reiður en þegar það gerist er málið sérstakt. Eggert Einer Nielson er búinn að vera hér í 10 ár og á þeim tíma gert samfélag okkar betra. Hann hefur keypt eignir og gert upp. Hann hefur kennt börnum tónlist af þvílíkri natni. Hann er með bláberjadagana í Súðavík á haustin þar sem fjöldi erlendra og innlendra listamanna hafa komið til okkar. Hann hefur ekið börnum frá Súðavík í sund til Bolungarvíkur. Hann hefur verið með tónleika og uppákomur eins langt og ég man hér og víða annars staðar. Hann kom með yndislegu konu sinni Michelle Nielson og saman hafa þau myndað tengsl við landið. Hann átti íslenska móður og ömmu og kom hingað 28 ár í röð á sumrin til ömmu sinnar. Hann fór fram á ríkisborgararétt en fékk synjun nú um jólin og ástæða þess er að hann var fæddur hér á landi 1957 og á íslenska móður sem rekur ætt sína langt aftur í fornöld, en reglum um rétt hans til borgara vegna fæðingarréttar var ekki breytt fyrr en 1960 þannig að ef mamma hans hefði gengið með hann í þrjú ár væri þetta okidókí. Það er þyngra en tárum taki að missa svona fólk í burtu frá okkur. Við verðum jú að passa að eiga ekki "erlendinga" sem menga svona samfélag okkar með góðri og heiðarlegri vinnu og glæða mannlíf hér á einum dimmasta punkt landsins. Nú eru þau að selja hús sitt gamla Gutto í Sólgötunni sem þau hafa gert upp þannig að mikill sómi er að og þar er opið hús allt árið fyrir gesti og gangandi og væntanlega eignir sínar í Súðavík einnig. Ég sendi hér ákall til þingmanna okkar og þá sérstaklega Ásmundur Einar Daðason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Guðjón S. Brjánsson og Halla Signý Kristjánsdóttir um að athuga þetta stórfurðulega mál. Við tökum á móti flóttamönnum sem er góðra gjalda vert og komi þeir fagnandi. En ég fordæmi þessi vinnubrögð. Það eina sem þau hafa gert er að vera stórkostlegt fólk, vandað og hafa kennt okkur Vestfirðingum mikið. Ég trúi því ekki að þetta verði raunin og bið um hjálp til að vekja athygli á málinu. Ég er svo sár og reiður út af þessu máli. Nú er mál að linni... Ég hafði samband við blaðamann BB hér heima Smára Karlsson og þakka honum fyrir að vekja athygli á þessu fréttina má nálgast á www.bb.is hér er smá bútur úr viðtalinu við hann úr BB

,,Eggert verður mjög leiður þegar hann ræðir þetta. Honum finnst að Ísland – hans ættjörð – sé að hafna honum og vilji helst losna við hann. „Þeir geta kannski synjað mér um ríkisborgararétt en ég verð alltaf Íslendingur. Ég er Íslendingur af holdi og blóði, ég heiti íslensku nafni og hér er mín fjölskylda. Þeir geta ekki tekið það frá mér,“ segir Eggert Einer Nielson."Today: Hafþór Ingi is counting on you

Hafþór Ingi Sigurgeirsson needs your help with “Allir að Skrifa Undir: Eggert Einer Nielson Verði Aldrei Vísað Úr Landi Sem Og Hans Fjölskyldu!!!”. Join Hafþór Ingi and 702 supporters today.