Petition Closed

Bönnum fót/dýraboga (gildrur)!

This petition had 3,574 supporters


Með undirskrift okkar krefjumst við þess að dýrabogar (fótabogar) verði bannaðir við veiðar á yrðlingum og minkum.

Í dag hljómar reglugerð um refa- og minnkaveiðar Gr. 6 svona:

"Séu dýrabogar lagðir fyrir yrðlinga í grenjum skal búa þannig um bogana að sem minnst hætta sé á að yrðlingar meiðist. Gerðir fótboga og gildra skulu hafa hlotið samþykki ráðgjafarnefndar um villt dýr. Ekki má yfirgefa greni þar sem bogar hafa verið lagðir fyrir yrðlinga. Yrðlingar skulu aflífaðir á skjótvirkan hátt."

Það hefur sýnt sig að notkunarreglum á þessum búnaði er ekki sinnt sem skyldi og virðist engin leið að beita fólki viðurlögum þar sem búnaðurinn er órekjanlegur til eigenda hans. 
Dæmi sýna að önnur dýr hafi lent í bogunum og þjáðst jafnvel svo vikum skiptir vegna þeirra:

Nös í margra vikna hrakningum - Víkurfréttir

Lamb lærbrotnar - Hætta fyrir skepnur og börn - Rúv

9.gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum hljóðar að hluta til svo:

"...Við veiðar er m.a. óheimilt að nota:
...
7. Fótboga eða gildrur, nema til músaveiða, rottuveiða, minkaveiða og til að ná tófuyrðlingum við greni. Gerðir fótboga og gildra skulu hafa hlotið samþykki [Umhverfisstofnunar]. 2) ..."

Við leggjum til að fótbogar verði bannaðir án undantekninga enda munu þeir í öllum tilfellum valda þeim sem í þeim lenda þjáningu og mögulega varanlegu tjóni. Today: Dóra is counting on you

Dóra Ásgeirsdóttir needs your help with “Alþingi: Bönnum dýraboga (gildrur)!”. Join Dóra and 3,573 supporters today.