Petition Closed

Réttlæti fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi

This petition had 2,415 supporters


Við undirrituð skorum hér með á stjórnvöld og Alþingi Íslendinga að virða mannréttindi lífeyrisþega og greiða þegar í stað afturvirkar greiðslur til 1. maí árið 2015 til þessa hóps í samræmi við launaþróun og verðlagsþróun í landinu og til að gæta jafnréttis milli alla þegna samfélagsins. Það er með öllu óþolandi og ólíðandi að einn hópur í þjóðfélaginu sé látin mæta afgangi þegar allir aðrir hópar samfélagsins hafa fengið sínar launahækkanir. 

Jafnframt er skorað á formann fjárlaganefndar, Vigdísi Hauksdóttur að biðjast tafarlaust afsökunar á ummælum sínum að bætur eigi að vera lægri en lágmarkslaun þar sem það kostar að vera í vinnu. Við minnum formanninn á að það kostar líka að vera öryrki. Það valdi sér enginn þá stöðu að verða öryrki á Íslandi. Fólk er öryrkjar af mörgum ástæðum. Vitanlega eru til öryrkjar sem eiga ekki að vera á bótum en við leysum ekki þann vanda með því að halda öllum lífeyrisþegum við mörk fátæktar og neita fólki um sjálfsagðar hækkanir eins og allir aðrir í samfélaginu. Öryrkjar þurfa líka að halda heimili, kaupa í matinn, koma sér til og frá vinnu og námi o.sfrv. Þetta kostar þá alveg eins og aðra sem eru vinnandi.Today: Tryggvi is counting on you

Tryggvi Tómasson needs your help with “Alþingi Íslendinga: Réttlæti fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi”. Join Tryggvi and 2,414 supporters today.