Petition Closed

Leggjum niður Kjararáð

This petition had 5,296 supporters


Gengdarlausar hækkanir kjararáðs á launum embættismanna og kjörinna fulltrúa eru löngu komnar út fyrir allt velsæmi og það er tími komin til að við segjum okkar skoðun á því svo mark sé á takandi.

Launahækkanir embættismanna og kjörinna fulltrúa eru algerlega úr takti við það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðsins um hóflegar launahækkanir.

Kjararáð hefur fyrir löngu sýnt og sannað að það slær ekki í takt við hinn almenna borgara og sólundar almanna fé í yfirgengilegar launahækkanir sem eru í engu samræmi við það sem almenningi er boðið í almennum kjarasamningum. Það er ólíðandi að hægt sé að hækka laun þeirra sem starfa fyrir almenning með þessum hætti án nokkurar aðkomu okkar sem greiðum þessi laun með okkar sköttum. Á sama tíma er svo kvartað yfir því að ekki séu til nægir peningar í ríkiskassanum til að viðhalda heilbrigðisþjónustu og menntakerfi með mannsæmandi hætti.

Það er því kominn tími til að skora á stjórnvöld að afnema kjararáð ekki seinna en strax og innleiða heilbrigðari og eðlilegri stefnu í ákvörðun launa embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa í samræmi við þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur sjálf mótað fyrir almenning í landinu.Today: Egill Árni is counting on you

Egill Árni Pálsson needs your help with “Alþingi Íslendinga: Leggjum niður Kjararáð”. Join Egill Árni and 5,295 supporters today.