Við mótmælum harðlega frumvarpi til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur

0 have signed. Let’s get to 2,500!

Bergþór Þórðarson
Bergþór Þórðarson signed this petition

Við, undirrituð, mótmælum harðlega fyrirhuguðum lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. (http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=148&mnr=202

Verði þessi lög samþykkt þá munu þetta vera ólög. Aðgengi að og kostnaður við notkun rafrettna mun snarversna. Rafrettur eru öflugasta tækið til að hætta tóbaksnotkun sem hefur komið á markað. Rannsóknir hafa sýnt að rafrettur eru a.m.k. 95% skaðminni en reykingar. (https://www.gov.uk/government/news/e-cigarettes-around-95-less-harmful-than-tobacco-estimates-landmark-review
Því ættu stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hvetja til notkunar þeirra sem tæki til að hætta tóbaksnotkun en ekki leggja stein í götu þeirra sem vilja hætta tóbaksnotkun með hjálp þeirra.
Stórar erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að hættan á að börn ánetjist nikótíni vegna rafrettna er hverfandi. Flest börn sem nota rafrettur að staðaldri notuðu tóbak í einhverju formi áður. (https://www.theguardian.com/society/2017/aug/29/fears-over-e-cigarettes-leading-to-smoking-for-young-people-unfounded-study

Þeir flokkar sem kjósa með þessu frumvarpi eða breytingartillögu meirihluta velferðarnefndar eiga ekki möguleika á okkar atkvæði í næstu kosningum. Að sama skapi munum við kjósa gegn þeim þingmönnum sem kjósa með þessu frumvarpi í prófkjörum og öðru vali á lista sinna flokka.
Við getum ekki réttlætt það að kjósa flokk sem berst á móti bættri heilsu og skaðaminnkandi leið fyrir reykingarfólk. Hvað þá flokk sem ræðst með þessum hætti að frelsi einstaklingsins og gerir það að engu.