Áskorun á alþingismenn - Stöðvið ómannúðlegar breytingar á útlendingalögum

0 have signed. Let’s get to 7,500!


Þessa dagana fjallar Alþingi um frumvarp sem kveður á um breytingar á útlendingalögum. Frumvarpið felur í sér stórfelldar og hættulegar þrengingar á réttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Höfuðbreytingin felur í sér niðurfellingu á heimild íslenskra stjórnvalda til þess að meta sérstaklega aðstæður hóps flóttafólks sem kemur til Íslands í gegnum önnur Evrópuríki. Alþekkt er að flóttafólk lifir víða við óviðunandi aðstæður innan Evrópu, þá helst í Grikklandi, Búlgaríu og Ungverjalandi. 

Þann 10. apríl 2020 lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp  sem herðir verulega lög um útlendinga. Málið var áður lagt fram fyrir ári, en þá vakti það hörð viðbrögð og var ekki samþykkt. Í annað sinn er reynt að fá frumvarpið í gegn, nú með nokkrum breytingum. Á sama tíma og þjóðin hefur verið upptekin við að berjast við heimsfaraldur hefur lítið borið á fréttaflutningi um frumvarpið og því mikil hætta að í þetta skiptið verði frumvarpinu laumað framhjá þjóðinni og gert að lögum. 

Sérfræðingar hafa gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Til að mynda hefur Rauði kross Íslands harðlega gagnrýnt ákvæði sem snerta réttaröryggi og velferð hælisleitenda. Einnig er þrengt að réttindum umsækjenda frá svonefndum „öruggum ríkjum“, þar með talið Grikklandi, Búlgaríu og Ungverjalandi, þar sem alþekkt er að flóttafólk býr við skelfilegar aðstæður, hatursglæpi og fordóma. Í þessum ríkjum skiptir oft litlu hvort einstaklingar hafi fengið umsókn sína um alþjóðlega vernd samþykkta – hæliskerfið er svo laskað að verndin er ekki til staðar. Ríkari sönnunarkrafa er gerð til þessa hóps og þau sem þegar hafa hlotið vernd í slíkum ríkjum yrðu sjálfkrafa send til baka, án möguleika á málsmeðferð hér á landi. Frumvarpið þrengir einnig verulega að möguleikum ríkisfangslausra einstaklinga til að fá vernd hér á landi á grundvelli ríkisfangsleysis. Með þessum breytingum eru íslensk stjórnvöld einfaldlega að víkja sér undan sameiginlegri ábyrgð ríkja á velferð fólks á flótta. 

Við hvetjum almenning til þess að skrifa undir. 

Krafan er eftirfarandi:

Undirrituð krefjast þess að alþingismenn standi með mannréttindum og komi í veg fyrir að breytingar á lögum nr. 80/2016 um útlendinga verði innleiddar.

//

ENGLISH:

Althing is now discussing a bill which seeks to amend the Icelandic Foreign Nationals Act. The bill represents dangerous restrictions to the rights of asylum seekers in Iceland. The main change involves the retraction of the authority of the Icelandic government to specifically assess the situation of a group of refugees coming to Iceland through other European countries. It is well known that many refugees live under unacceptable conditions in Europe, especially in Greece, Bulgaria and Hungary.

On April 10, 2020, the Minister of Justice presented a bill that significantly reduces the rights of asylum seekers in Iceland. The bill was put forward a year ago, drawing harsh criticism and was not approved by the Althing. A second attempt to pass the bill is now underway, with some changes. As the nation has been preoccupied fighting the Coronavirus pandemic, there has been little discussion in the media on the bill and thus there is a great risk that this time the bill will go unnoticed by the public and put into law.  

Experts have criticized the bill. For example, the Icelandic Red Cross has harshly criticized provisions concerning the legal security and welfare of asylum seekers. The rights of applicants from so-called "safe states", including Greece, Bulgaria and Hungary, are being seriously restricted even though refugees within these countries are known to live in unacceptable, inhumane conditions and to suffer from hate crimes and prejudice. In these countries, it is often irrelevant whether individuals have received international protection - the asylum system is so broken that adequate protection for this vulnerable group is not in place. Under the bill, the burden of proof is significantly increased for refugees passing through other European countries before reaching Iceland, and those who have already received international protection in such states would automatically be sent back without fair processing of their asylum application. Additionally, the bill severely undermines the potential of stateless persons to obtain protection in Iceland on the basis of statelessness. With these changes, the Icelandic government is simply attempting to abandon the joint responsibility of states for ensuring the welfare of asylum seekers and refugees.

We strongly encourage the public to sign this petition which will be handed over to the Althing.

Our demand is as follows:

We demand that members of the Althing respect human rights and prevent changes in law no. 80/2016 on foreigners from being passed into law.

 Today: Eygló is counting on you

Eygló Hilmarsdóttir needs your help with “Alþingi : Áskorun á alþingismenn - Stöðvið ómannúðlegar breytingar á útlendingalögum”. Join Eygló and 5,998 supporters today.