Endurskoðun synjunnar um hælisumsókn Asadullah Sarwary með tveimur litlum börnum

0 have signed. Let’s get to 7,500!

Illugi Jökulsson
Illugi Jökulsson signed this petition

Asadullah Sarwary er frá Afganistan. Hann kom til Íslands frá Grikklandi í leit að vernd fyrir um sjö mánuðum á¬samt tveimur sonum sínum, Mahdi Sarwary og Ali Akbar Sarwary, sem eru átta og tíu ára. Honum var birtur úrskurður kærunefndar þann 18. febrúar síðastliðinn um staðfestar ákvarðanir Útlendingastofnunar frá því 14. desember á síðasta ári um að stofnunin myndi ekki taka mál hans og drengjanna til efnislegrar meðferðar.

Við krefjumst að Dómsmálayfirvöld endurskoði ákvörðun um hælisumsókn Asadullah Sarwary og taki málið til efnislegrar meðferðar.


Einnig krefjumst við að tveir synir Asadullah, Mahdi Sarwary og Ali Akbar Sarwary, fái vernd í samræmi við Barnasáttmála Sameinuð Þjóðanna á meðan mál þeirra er í vinnslu og eftir það.


I started this petition because...
1. Að okkar mati, þrátt fyrir dvalarleyfi sem Asadullah hefur verið veitt á Grikklandi fái þeir ekki nægilega aðstoð til þessa að fóta sig með sem flóttamannafjölskylda.

Rauði Krossinn Íslands krefst sterklega endurskoðunar um meðferð hælisumsóknar fólks sem hefur öðlast dvalarleyfi í löndum þar sem viðkomandi getur ekki fengið almennilega aðstoð fyrir þátttöku þjóðfélaginu, þ.á.m. Grikkland eða Ungverjarland.

,,Að mati Rauða krossins er því fráleitt að sambærileg sjónarmið eigi við um umsækjendur sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki sem ekki er í stakk búið til þess að veita þeim raunverulega vernd né tryggja réttindi þeirra og almenna borgara þess lands þeim umsækjendum sem koma frá svokölluðum öruggum upprunaríkjum.“(úr umsögn RKÍ um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga; 5. Mars 2019)

Við teljum að það sé réttari skilningur að Asadullah fjölskyldan sé ennþá á ferli flótta frá Afgahnistan þó að hún hafi fengið tæknilega vernd á Grikklandi. Hún á réttindi til að leita til ,raunverulegri vernd hér á Íslandi.

2. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddar á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi.
,,Aðildarríki skulu sjá til þess að stofnanir þar sem börnum skal veitt umönnun og vernd starfi í samræmi við reglur sem þar til bær stjórnvöld hafa sett, einkum um öryggi, heilsuvernd og fjölda og hæfni starfsmanna, svo og um tilhlýðilega yfirumsjón.“ (3.gr. 3.mgr.)

Einnig fjallar Barnasáttmálinn um rétt barna til góðra lífsskilyrði (grein 27), og rétt til menntunar (grein 28), svo dæmi séu nefnd.
,,Aðildarríki viðurkenna rétt hvers barns til lífsafkomu sem nægir því til að ná líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska.“(27.gr.1.mrg.)
,, 1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, ...“ (28.gr. 1.mrg.)

Hvorki Mahdi Sarwary né Ali Akbar Sarwary hefur veittur kost til að stuðla að grunnskólanámi á Grikklandi og þeir munu heldur ekki ef þeir verða aftur á Grikklandi. Meira að segja, er það engin trygging að þeir geti notið fiðar eða minnstu tækifæra sem börn skuli ávallt njóta.

Að okkar mati eiga dómsmálayfirvöldin að bera ábyrgð á því að ákvörðun sem þau taka verði ekki brot á réttindi barna sem Barnasáttmáli Sameinuð Þjóðanna kveður á um.


15. apríl 2019
Virðingarfylls, 

fyrir hönd Stuðningshóps við Asadullah og fjölskyldu
Toshiki Toma   toshiki@toma.is