Veitum Abrahim Maleki, Hanyie (11) áheyrn!

Petition Closed

Veitum Abrahim Maleki, Hanyie (11) áheyrn!

This petition had 11,650 supporters

English below.

Abrahim Maleki og ellefu ára gömul dóttir hans, Hanyie, verða send úr landi á næstu vikum en Útlendingastofnun hefur hafnað beiðni þeirra um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér. Litla stúlkan hefur þurft að annast föður sinn síðustu ár en hann er bæklaður eftir bílslys. Feðginin, sem eru afganskir flóttamenn, lentu í miklum lífsháska á leið sinni yfir Miðjarðarhafið og eru heppin að vera á lífi.

Abrahim Maleki, einstæður faðir, hefur verið á flótta í nærfellt tvo áratugi. Hans bíður nú að verða fluttur úr landi ásamt ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd útlendingamála segir í úrskurði sínum að rétt sé að synja því að taka umsókn Abrahim og dóttur hans um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar vegna Dyflinarreglugerðarinnar þrátt fyrir að nefndin telji „kæranda og barn hans vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu.

- Þorgeir Helgason, Stundin á textann að ofan sem lýsir aðstæðum vel í stuttu máli.

Þá hefur nefndin tekið einhliða ákvörðun um að brjóta á skýru ákvæði 12 gr. 1 mgr. laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins."Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. ". 2. gr. 1 mgr. tekur af allan vafa um hvort þetta eigi við í þessu máli " Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðaman".

Undirstaða þjóðfélagsins eru mannréttindi. Reglugerðir nefnda geta ekki kosið að yfirskrifa þau í verklagsreglum. 

Við biðlum til ykkar að aðstoða okkur með að skora á stjórnvöld að hætta að misnota Dyflinnarregluna, virða mannréttindi og veita
Abrahim og Hanyie áheyrn í þeirra máli. Þau hafa mátt þola nóg.

Abrahim Malek and his eleven-year-old daughter, Hanye, will be deported in the next couple of weeks because Útlendingastofnun (Ministry of foreign affairs) has rejected their request for an asylum consideration. The young girl has taken care of her father for the last few years but he lost the use of his leg after a traffic accident in Iran. The pair are Afghan refugees and risked their life crossing the Mediterranean and are lucky to be alive.

Abrahim Maleki, a single father, has been a refugee in almost two decades. He now awaits his deportation along with his eleven-year-old girl. Tribunal of foreign affairs says in its verdict that is it fair to reject their rights to international projection on the grounds of the Dublin agreement despite the fact that they believe that they are in a particularly vulnerable position.

-          Text above is mostly from Þorgeir Helgason from Stuindin.

With its verdict the tribunal and the ministry have taken a decision to violate Article 12 in UN’s Childrens Rights Agreement. “The child's right to be heard in any judicial and administrative proceedings.“. Article 2 takes away any doubt as to whom this law applies to “States Parties shall respect and ensure the rights set forth in the present Convention to each child within their jurisdiction without discrimination of any kind, irrespective of the child's or his or her parent's or legal guardian's race, colour, sex, language, religion, political or other opinion, national, ethnic or social origin, property, disability, birth or other status.“.

The foundation of our society is human rights. Local rules or committees cannot decide upon them selves to override those laws with procedures.

We ask you to help us with challenging Icelands government to stop abusing the Dublin agreement, respect human rights and grant Abrahim and Hanyie a hearing. The have been through enough.

Petition Closed

This petition had 11,650 supporters